Bænda dögurður, spælegg á foccaccia brauði með salati og kryddjurtum

höf: maria

-Samstarf-

Þegar ég var í Ameríkuflugum í sumar fékk ég nokkra rétti sem ég hef ætlað mér að reyna að leika eftir hér á blogginu.

Það voru þeir réttir sem mér fannst standa upp úr og svo góðir að mig langaði til að reyna að leika þá eftir.

Ég var svo heppin að fá að prófa að vinna með algjöra nýjung sem var að koma til landsins, en það eru fljótandi kryddjurtir frá merkinu Organic Liquid.

Ég verð að segja að þegar ég kaupi lifandi kryddjurtir þá eiga þær það til að endast ekkert allt og vel og ég er oft að henda þeim án þess að hafa notað mikið.

Þess vegna er þessi nýjung algjör snilld, því þetta eru saxaðar lífrænar kryddjurtir sem eru blandaðar saman við lífrænt edik og sjávarsalt og sett í litlar flöskur.

Þetta er gamalt heimilisráð sem varðveitir ferskt bragð jurtanna og tryggir langt geymsluþol – jafnvel eftir opnun, en þær bragðast alveg eins og ferskar kryddjurtir.

Fljótandi lífrænu kryddjurtirnar eru alltaf tilbúnar til notkunar, taka minna pláss í skápnum, geymast við stofuhita og hafa 2 ára líftíma, einnig eftir opnun, ásamt því að þær stuðla að minni matarsóun.

Mér fannst alveg tilvalið að nota Organic Liquid kryddjurtirnar í þennan dásamlega morgunverðar/dögurð rétt sem ég fékk hugmyndina af í Kanada.

Ég fékk þennan dásamlega rétt á Cafe Landwer í Toronto og vá hvað hann var góður. Hann heitir Farmers Breakfast og þið getið séð hann hér.

Ég hins vegar ákvað að gera hann bara eftir mínum smekk og nota þennan sem ég fékk úti meira sem hugmynd en útkoman var ekki síðri en rétturinn sem ég fékk í Toronto.

Rétturinn samanstendur af tveimur spæleggjum ofan á foccaccia brauði með fersku salati, og mæli ég með að þú prófir, þessa skemmtilegu nýjung.

Bænda dögurður, spælegg á foccaccia brauði með salati og kryddjurtum

-Samstarf- Þegar ég var í Ameríkuflugum í sumar fékk ég nokkra rétti sem ég hef ætlað mér að reyna að leika eftir… Matur Bænda dögurður, spælegg á foccaccia brauði með salati og kryddjurtum European Prenta
Serves: 2 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Foccaccia Brauð

  • 200 ml volgt vatn 
  • 1 msk hunang
  • 1 msk þurrger 
  • 1/2 tsk fínt salt 
  • 350 gr hveiti 
  • 2 msk ólífuolía 

Kryddolía á brauðið

  • 1/2 dl ólífuolía 
  • 1 msk Organic Liquid hvítlaukur 
  • klípa af grófu salti 
  • þurrrkuð steinselja 

Salat 

  • Salatblanda (eða annað kál)
  • 7-8 stk cherry tómatar eða piccolotómatar
  • 10 stk Vínber 
  • 10 svartar ólífur 
  • smátt skorinn rauðlaukur 
  • Fetaostakubbur eða fetaostur í olíu 
  • 1/2 avókadó 
  • 3 msk ólífuolía 
  • 1 msk Organic Liquid Basil 
  • salt 

Annað

  • 4 stk egg 
  • Valfrjálst að hafa Organic Liquid Chili 
  • Salt 
  • pipar 

 

Aðferð

Foccaccia Brauð

  1. Setjið vatn, hunang og ger saman í litla skál og látið standa í 5 mínútur eða þar til kemur eins og þykk leðja ofan á
  2. Setjið svo hveiti og salt saman í hrærivélarskál og hrærið saman saltinu og hveitinu 
  3. Kveikjið svo á hrærivélinni með krókinn á og stillið á lítinn hraða og hellið gerblöndunni hægt og rólega saman við
  4. Hnoðið þar til deigið fer að bindast saman og hellið þá olíunni út á og hnoðið í eins og 5 mínútur eða þar til er orðið að fallegri kúlu 
  5. Látið svo hefast í 1 klst og hrærið í kryddolíuna á meðan með því að setja saman í litla skál ólífuolíuna, Organic Liquid hvítlaukinn, salt og þurrkaða steinselju og leggið svo til hliðar 

Salat 

  1. Takið allt sem á að fara í salatið og skerið það mjög smátt niður og blandið saman í skál 
  2. Myljið svo fetaostakubbinn út á og hrærið svo saman dressinguna eða 3 msk ólífuolíu, 1 msk Organic Liquid Basil og klípu af salti og geymið til hliðar 

Bakstur og samsetning 

  1. Þegar brauðið er búið að hefast takið það þá úr skálinni og skiptið í tvennt 
  2. Gerið kúlu úr hvorum helmingnum og byrjið að fletja hverja kúlu út með því að ýta á hana með flötum lófanum og teygja til hliðar og langsum, ekki nota kökukefli heldur teygið það og ýtið á miðjuna með fingrunum þar til það er orðið eins og löng pizza og leyfið því svo að hefast aftur undir stykki í 10-15 mínútur
  3. Pennslið svo deigið vel með hvítlauksolíunni og saltið smá með grófu salti 
  4. Bakið við 220 °C blástur í 15 mín 
  5. Þegar brauðið er alveg að verða til er gott að spæla egginn á pönnu með olíu og salta og pipra 
  6. Þegar brauðið kemur heitt úr ofninum, setjið þá tvö spælegg á sitthvort brauðið og svo salat með til hliðana 
  7. Dreifið basilolíu yfir salatið og ef ykkur finnst chili gott þá fannst mér geggjað að setja nokkra dropa af Organic Liquid chili yfir egginn 
  8. Berið heitt fram og njótið 

Punktar

Organic Liquid kryddjurtirnar fást m.a. í verslunum Hagkaupa, Nettó ásamt Extra 24 og Fjarðarkaupum. Hugmynd: Það er líka hægt að gera geggjað góð Naan brauð úr Foccaccia deiginu en ég gerði það með því að móta lítil flöt brauð úr deiginu og bakaðai svo á sjóðandi heitri pönnu. Ekki nota olíu né neitt til að baka þau en þegar þau voru sjóðandi heit og nánast tilbuin beggja megin, þá smurði ég hliðarnar á þeim með smjöri meðan þau voru enn á pönnunni og setti Organic Liquid hvítlauk á hliðarnar líka og smá gróft salt og steikti svo aðeins áfram. Þessi Naan brauð slógu alveg í gegn og var rifist um þau.

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here