Partýbollur sem bregðast ekki

höf: maria

Hér er komin inn ein önnur uppskrift af gúmmelaði úr afmæli Ölbu, en þessar bollur stóðu vel fyrir sínu og vöktu mikla lukku.

Bollurnar eru skemmtilegar að nota í hverskonar veislum og eru skemmtilegar í bland við þessa hefðbundnu brauðrétti sem vekja ávalt mikla lukku.

Leynihráefnið hér er púrrulaukssúpa frá Toro, en hún gefur bollunum ofboðslega gott bragð og einnig sósunni sem borin er fram með bollunum. Dásamleg hvít og silkimjúk grísk jógúrtsósa sem tónar vel með bollunum sem ídýfa.

Bollurnar henta einnig sem kvöldmatur en krökkum finnst þær einnig mjög góðar. Hægt er að bera þær fram á pinnum eða bara sem bollufjall eins og ég gerði í afmæli Ölbu.

Viðbrögðin voru ekki af verri endanum en fólk hrósaði bollunum og sósunni í hástert svo þær hljóta því að hafa verið góðar.

Ég gerði bollurnar nokkrum dögum áður og frysti þær svo hráar. Tók þær úr frysti daginn áður og eldaði í ofninum á afmælisdaginn.

Bollurnar er mjög auðvelt að gera og þær þarf ekki að steikja á pönnu heldur er þeim bara hent beint inn í ofninn í c.a 15 mínútur, enda smáar og þurfa því ekki mikinn eldunartíma.

Hver bolla er á stærð við munnbita og því er gott að borða þær með pinna, annað hvort stinga í þær tannstöngli eða pinna eins og þið sjáið á myndinni fyrir ofan.

Hér er komin inn ein önnur uppskrift af gúmmelaði úr afmæli Ölbu, en þessar bollur stóðu vel fyrir sínu og vöktu mikla… Matur Partýbollur sem bregðast ekki European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Bollur:

  • 500 gr nautahakk
  • 500 gr svína eða grísahakk
  • 1 pakki púrrulauksúpa frá Toro
  • 1,5 tsk sojasósa

Sósan á bollurnar:

  • 1 dl chilitómatssósa (ég notaði frá Felix en má nota hvaða sem er)
  • 1 dl rifsberjahlaup
  • 1 msk sojasósa
  • 1 msk púðursykur
  •  1 tsk hvítlauksduft (ath ekki hvítlaukssalt)
  • 1 tsk timian þurrkað
  • 1/2 dl sætt sinnep
  • 1 msk kartöflumjöl

Ídýfa til að bera fram til hliðar með bollunum:

  • 1 dós grísk jógúrt (320 gr)
  • 1/2 dl mjólk
  • 1 msk hlynsíróp
  • 1 pakki púrrulaukssúpa frá Toro

Aðferð

Bollur:

  1. Blandið saman grísa og nautahakkinu varlega saman með höndunum, passið að hnoða ekki mikið
  2. setjið næst sojasósu út í og eins og 1/3 af púrrulaukssúpunni, blandið með höndunum og setjið svo restina af púrrlaukssúpunni smátt og smátt út í meðan þið hnoðið á milli.
  3. Reynið að hnoða sem minnst en samt þannig að súpan fari vel í allt kjötið
  4. Myndið svo litlar bollur á stærð við litla tyggjókúlu og raðið á ofnplötu með smjörpappa á
  5. Bakið í ofni við 200 C°blástur í 15 mínútur

Sósan á bollurnar:

  1. Hitið allt saman í potti nema kartöflumjölið og látið ná að suðu
  2. Þegar sósan byrjar að sjóða bætið þá kartöflumjölinu út í og hrærið stöðugt í á meðan þar til hún þykknar
  3. Takið svo bollurnar úr ofninum og hellið sósunni út á bollurnar og hrærið vel saman

Ídýfa:

  1. Hrærið saman jógúrtinni, mjólkinni og hlynsírópinu vel saman
  2. Hellið svo heilum pakka af Toro Púrrulaukssúpu út í og hrærið vel saman
  3. Leyfið að standa í ísskáp eins og í 30 mínútur en því lengur því betra
  4. Berið fram til hliðar við bollurnar

Punktar

Ef þið eruð með veislu er best að tvöfalda uppskriftina af bollunum og sósunni (ekki af hvítu sósunni samt). Hægt er að bera fram á pinnum eða bara á disk eins og þið sjáið hér að ofa.

Ofureinfalt og ofurgott

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here