Sósa með smjörsteiktum hvítlaussveppum og lambalæri

Aðalréttir Kjöt Matur Meðlæti
-Samstarf-

Hvað er betra en vel kryddað lambalæri og dýrindissósa með ? Lambið stendur alltaf fyrir sínu og bregst seint.

Hér gerði ég dásemdarlæri sem ég keypti alveg ómarinerað og kryddaði sjálf.

Ofureinfalt og hér þarf ekkert að gera nema salta, pipra og toppa það svo allt saman með Bezt Á Lambið kryddinu.

Bezt Á er alveg ofsaleg gott krydd og hef ég notað það í fjölda ára á lambið.

Með kjötinu hafði ég dýrindisrjómasósu með smjörsteiktum hvílaukssveppum og bakað grænmeti sem fer svo vel með lambinu.

Flóknara þarf það ekki að vera.

Í sósuna þarf

 • 15-25 gr smjör til steikingar á sveppunum
 • 1 askja sveppir
 • 4 marin hvítlauksrif
 • 25 gr smjör fyrir sósuna sjálfa
 • 25 gr hveiti
 • 5 dl nýmjólk
 • 3 dl soðið vatn
 • 1 peli rjóma
 • 1 msk lambakraftur í duftformi
 • 1 pakki Toro viltsaus (bara duftið ekki gera sósu úr henni)
 • 1 pakki Toro sveppasósa (bara duftið beint úr pakkanum)
 • 1 msk sykur
 • salt

Aðferð:

 1. Skerið sveppina í þunnar sneiðar og merjið hvítlauksrifin
 2. Bræðið 15-25 gr af smjöri á pönnu og hafið hitann lágan
 3. Setjið hvítlaukinn út á pönnuna og hrærið stöðugt í svo hann brenni ekki, en hann má ekki brenna né brúnast, bara soðna létt í smjörinu
 4. Bætið sveppunum fljótlega út á og saltið. Hrærið oft í sveppunum meðan þeir eru að brúnast svo hvítlaukurinn brenni ekki. Hér er mikilvægt að steikja við vægan hita
 5. Þegar sveppirnir eru tilbúnir setjið þá til hliðar
 6. Setjið næst 25 gr af smjöri í pott og bræðið
 7. Bætið þá hveitinu út í og hrærið stöðugt í svo myndist þykk smjörbolla
 8. Hellið svo soðna vatninu út á og hrærið stöðugt í á meðan
 9. Nú er komin þykkur smjörgrunnur og í hann er bætt við lambakraftinum, mjólkinni og rjómanum
 10. Setjið næst duftið úr pakkasósunum út í og hrærið vel í á meðan
 11. Bætið svo við einni msk af sykri og sveppunum
 12. Leyfið að malla vel saman í eins og lágmark 15 mínútur

Ofnbakað grænmeti

 • 1 stór bökunarkartafla
 • 1 stór sæt kartafla
 • 1 stór gulrót
 • 1 rauðlaukur
 • 1 græn paprika
 • Ólífuolía
 • Rósmarín
 • salt
 • pipar

Aðferð:

 1. Skerið allt grænmetið smátt niður og setjið á bökunarplötu með smjörpappa
 2. Hellið olíu vel yfir allt grænmetið og saltið, piprið og kryddið með þurrkuðu rósmarín
 3. Nuddið nú öllu vel saman og bakið við 190 C°blástur í eins og 1 klst

Lambalærið

 • 2 kg lambalæri (stærð fer samt eftir fjölda)
 • Salt og pipar
 • Bezt Á Lambið kryddið
 • Ferskar greinar af Timian

Aðferð

 1. Byrjið á að salta og pipra lambið vel allan hringinn bæði undir og yfir
 2. Setjið svo Bezt Á Lambið kryddið létt yfir (passið að setja samt ekki of mikið)
 3. Að lokum strái ég yfir blöðum af fersu Timian en má sleppa
 4. Bakið í ofni við 200 C°blástur í 1-1,5 klst eftir því hversu rautt þið viljið hafa kjötið

Verði ykkur að góðu

María

Endilega fylgið mér á Instagram 

 

 

 

No Comments Write a comment

Please add an author description.

No Comments

Leave a Reply

Pin It on Pinterest