Penninn ein af mínum uppáhalds verslunum

höf: maria

Kynning

Það er alveg óhætt að segja að Penninn er ein af mínum uppáhalds verslun með fallega hönnunarvöru. Ég á nú þegar nokkra góða hluti þaðan sem ég held mikið upp á.

Besta fjárfestingin voru klárlega Eames borðstofustólarnir sem eru ekki bara fallegir heldur þægilegir líka og gott að þrífa. Vitra Eames House bird fuglarnir mínir og Rotary Tray bakkinn er líka mitt uppáhalds hér heima.

Það er ekki þar með sagt að ég sé búin að eignast allt sem mig langar í frá Pennanum en ég á mér stóran óskalista yfir það sem ég er að safna mér fyrir.

Á listanum er:

Eames Wire Chair með skámunstri- Eames Elephant – Uten Silo eftir Dorothee Becker skipulagshilla -Hang it all fatahengi- Noguchi kaffiborðið frá Vitra – Vitra sunflower clock- High tray bakki-Eames House Bird viðarlitaður og það sem mig dreymir um er MDF ITALIA RANDOM hillan eins og er á upphafsmynd.

Fallegi Eames RAR ruggustóllinn sem ég fékk í afmælisgjöf frá Bóndanum

Ég er alveg ótrúlega spennt fyrir því að nú er að koma að konukvöldi Pennans þar sem hægt er að gera góð kaup á frábærum tilboðum á öllu mögulegu frá jólapappír til húsgagna

Konukvöldið verður haldið við hátíðlega athöfn þann 28 nóv næstkomandi kl. 17:00 – 20:00 í sýningarsal Pennans, Skeifunni 10.

Þar verður frábær dagskrá, meðal annars heillandi vörukynningar, glæsilegar veitingar og Happdrætti á hálftíma fresti með glæsilegum vinningum.

það eina sem þarf að gera til að fara í pottinn er að mæta og hafa gaman !! Ég ætla alveg klárlega að mæta og reyna að næla mér í vinning .

Gerðu þér glaðan dag og bjóddu með mömmu, dætrum, systrum, ömmum, frænkum, mágkonum, svilkonum, vinkonum, samstarfskonum og bara hverri sem þér dettur í hug!

Fyrir þær ykkar sem sjáið ykkur ekki fært að koma á Konukvöldið þá verða einhver tilboð áfram í gangi.

Sjáumst á hressar á konukvöldinu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd