Yndislegar vörur fyrir þau yngstu hjá Tiny Viking

Yngri kynslóðin

Ég er svo heppin að þekkja aðeins til hennar Tinnu Lind Laufdal sem er eigandi fallegu vefverslunarinnar Tiny Viking. Hún var svo indæl að gefa mér tvo Viktoríu kraga og nokkrar slaufur úr versluninni sinni.

Við eigum það sameiginlegt að eiga litlar prinsessur sem heita Viktoría, og eru kragarnir nefndir eftir dóttur hennar. Þær mæðgur komu til mín einn daginn í heimsókn færandi hendi með gjöf í fallegri gjafaöskju.

Allar vörurnar frá Tiny Viking eru sendar heim í fallegum gjafaöskjum og eru því tilvalin gjöf sem kemur tilbúin beint að dyrum. Hægt er að láta senda beint á þann sem á að fá gjöfina, og eru allar pantanir sendar frítt hvert á land sem er

Tiny Viking er dásamlega falleg vefverslun sem er búin að vera starfandi síðan í júní 2016. Óhætt er að segja að hún hafi vægast sagt fengið frábærar viðtökur, enda er hún með alveg virkilega vandaðar og fallegar vörur í boði fyrir þau allra yngstu. Vörurnar eru allar gerðar úr hreinum efnum og mjúkri Merino ull.

Ef þið eruð í vandræðum með að finna gjöf til að gefa í skírnargjöf eða fæðingargjöf þá eru vörurnar frá Tiny Viking tilvaldar fyrir þau tilefni og koma eins og áður segir í fallegum gjafaöskjum. Inn á vefnum hjá þeim er einnig hægt að finna hugmyndir um samsetningu á gjafaöskju hér 

Mikið er lagt upp úr frágangi á vörunum og gæðum þeirra og ekki síður upp úr að afhenda þær í fallegum pakkningum 

Tiny Viking er með falleg handgerð snuddubönd, naghringi, óróa, og kraga sem allt er gert af Tinnu Sjálfri. Tinna er menntuð Textílkennari frá HÍ og fatahönnuður. Auk þess er þar að finna slaufur og mokkasíur.

Snudduböndin og naghringirnir eru gerð úr 100 % Food Grade sílíkoni sem er vottað lífrænt efni og inniheldur engin eiturefni. Þau eru unnin samkvæmt stöngustu stöðlum um gerð á barnvörum.

Viktoría Alba með Viktoríu kragan fallega og slaufu frá Tiny Viking

Hjá Tiny Viking er mikið úrval af slaufum í yfir 40 litum og eru þær á frábæru verði eða 590 kr slaufan og sendar frítt heim

Gjöfin sem við fengum frá Tiny Viking. Svo guðdómlega falleg

Kragarnir eru gerðir úr Merino ull, en Merino ull kemur af spænskum kindum og er hún mun fíngerðari en önnur ull. Hún hentar afar vel fyrir fólk með viðkvæma húð en hún er gædd þeim eiginleikum að vera létt og anda vel. Auk þess stingur hún ekki og einangrar vel. Því eru kragarnir ekki bara fallegt skraut heldur hlýja þeir litlu krílunum líka. Ullin er teygjanleg og aflagast síður né krumpast við notkun. Kragana má þvo í vél á 30 C°.

Bara eitt orð yfir þessar vörur….Dásemd !!

Kragarnir setja alveg toppinn yfir i-ið svo ég tali nú ekki um slaufurnar líka. Viktoría Alba er nánast alltaf með slaufur í krullótta hárinu sínu 

Kragarnir fást nú í 5 litum og er rauður sá allra nýjasti og dásamlegur við jóladressin 

Svo fallegur hvíti kraginn og svarta slaufann 

Tiny Viking er vefverslun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Ég mæli hiklaust með því að þið kíkjið á hana, en þið getið farið beint inn á Tiny Viking hér og verslað fallega gjöf fyrir lítið kríli sem þið þekkið og langar að gleðja.

Þangað til næst

Knús

María 

 

 

 

 

 

2 Comments Write a comment

Please add an author description.

2 Comments

  • Tinna November 12, 2017

    Takk elsku María fyrir fallega færslu um Tiny Viking <3 Litla Viktoría Alba er algjör fegurðardís eins og mamma sín 😀

    • maria November 15, 2017

      Takk elsku Tinna sömuleiðis fyrir okkur <3

Leave a Reply

Pin It on Pinterest