Women´s Secret með fallegustu undirfötin á Íslandi

Lífstíll & heilsa

 

Ég er svo hrifin af spænsku undirfataversluninni Women´s Secret sem staðsett er á annari hæð í Smáralind. Í versluninni má finna mikið úrval af unaðslega fallegum undirfötum, náttfötum, inniskóm og alls kyns fylgihlutum fyrir konur. Þar sem nú eru að koma jól skellti ég mér til þeirra og fékk að velja mér falleg undirföt. Það var mjög erfitt að velja enda úrvalið af fallegum nærfatnaði þvílíkt, að ég gleymdi mér heillengi inni í búðinni við að skoða. Deteilarnir á nærfatnaðinum eru svo dásamlegir að maður getur ekki annað en fallið fyrir þeim. Mér hefur alltaf fundist það vera svo jólalegt að eignast ný nærföt og náttföt fyrir jólin, og því var ég himinsæl að fá samstarf við verslunina sem er algjört uppáhald í þessum flokki.

Ég nældi mér í eina svona samfellu en mér finnst alveg hægt að nota toppinn bara beint undir jakka enda truflað flottur 

Þrír fyrir tveir af Colch náttfatalínunni 

Verðið á vörunum er svo gott að það er eins og maður sé staddur erlendis í verslunarferð. Það er vel hægt að fá t.d. fallegt nærfatasett á milli fimm og sexþúsund krónur og samfellur á rúmar 6000 kr. Og núna er 3 fyrir 2 af Colch náttfata línunni sem tilvalið er að nýta sér til að kaupa í jólapakkann.

Það sem mér fannst svo skemmtilegt að sjá þegar ég var stödd þarna inni var að karlmenn voru alveg ófeimnir við að stíga fæti þar inn og spyrjast fyrir um eitthvað fallegt á konurnar sínar. Enda kannski ekki ástæða til annars þar sem starfsstúlkurnar þar eru með eindæmum almenninlegar og bjóða upp á afburðarþjónustu.

Mjög góð mátunaraðstaða þar sem hægt er að læsa að sér  

Ég veit ekki með ykkur en ég á oft mjög erfitt með að fara inn í nærfataverslanir og máta. Ég get meira að segja látið mátunarklefa fæla mig frá að máta. Ef það eru ekki nógu góðar hurðir eða gardínur á klefunum þá sleppi ég því oft. Því var ég mjög glöð að sjá að hægt væri að læsa klefunum með lás og að á þeim voru hurðir. Ég hef svo oft lent í því að það sé gengið inn á mig í mátunarklefum, og ég bara fer í panik finnst það svo óþægilegt.

Starfsstúlkurnar í Women´s Secret eru dásamlegar, hjálpsamar og almenninlegar

Starfsstúlkurnar voru svakalega hjálpsamar og almenninlegar og aðstoðuðu mann við að finna út réttar stærðir. Þær þeyttust í búðina fram og tilbaka að ná í nýtt til að máta þar til maður fann það rétta sem hentaði manni. Allan tímann leið mér eins og prinsessu og fékk aldrei svona kvíða við að vera að máta nærföt. Fyrir mér er það stór plús.

Í Women´s Secret er eitthvað að finna fyrir allar konur. Ungar og eldri, stórar og litlar, þær sem vilja kósý og þægileg nærföt, ófrískar, eða þær sem vilja ganga í fallegum sexý nærfötum. Allar ættu að geta fundið sér eitthvað í Women´s Secret óháð stærð og aldri en sumar vörurnar koma alveg upp í xxl.

Þar var einnig að finna töff íþróttatoppa og æfingarbuxur 

 

Karlar ef ykkur langar að gefa konunni eitthvað fallegt í pakkan sem gleður ekki bara hana heldur ykkur líka, þá er Women´s Secret svarið.

Gleðileg jól

María 

 

 

No Comments Write a comment

Please add an author description.

No Comments

Leave a Reply

Pin It on Pinterest