Uppáhalds vörurnar mínar frá Clinique

Lífstíll & heilsa
-Unnið í samstarfi við Artica-

Ég held það sé óhætt að segja að ég er búin að vera Clinique fan frá unglingsaldri. Fyrstu alvöru húðvörurnar sem ég fjárfesti í á táningsaldri var andlistssápa, toner og dagkrem frá Clinique.

Ég var svo heppin að vera með svakalega góða húð á unglingsaldri og vissi varla hvað var að fá bólu. Heppnin entist mér þó ekki nema rétt undir þrítugt. Þá góðir menn, byrjaði ég að fá unglingabólur og glíma við bóluvandamál.

Hversu ömurlegt er það ?

Ég fór á Decutan kúr sem virkaði fínt þar til ég fór að eiga yngri börnin, en þá blossaði vandamálið upp aftur. Ég á það til að fara á svona bólutímabil, sem oftast tengist þá einhverskonar hormónaveseni eins og blæðingum.

Ég þoli mjög ílla feitar húðvörur og þarf alltaf að notast við hreinan raka og olíulaus krem, hreinsivörur og meik. Ég hef prufað ýmislegt í gegnum tíðina, misgott þó, en svo dett ég alltaf aftur inn í Clinique.

Í þetta sinn var ástæðan sú að 18 ára gömul dóttir mín byrjaði að nota 3 step skin care  línuna frá þeim. Hún var líka með 72 klst rakakrem frá Clinique og All about eyes augnkremið. Eitt sinn vantaði mig eitthhvað á andlitið á mér og fékk ég að prófa vörurnar hjá henni. Ég held að sé óhætt að segja að ég féll kylliflöt fyrir þeim.

Í 3 step skin care línunni er hugað að öllum húðgerðum. Þar er hægt að fá fyrir annað hvort þura, blandaða eða feita húð, svo allar húðtýpur ættu að geta fundið það rétta fyrir sig.

3 step línan samanstendur af andlitssápu, toner og dagkremi, en það vill svo heppilega til að ég er einmitt með gjafaleik í gangi núna á instagram, þar sem einn heppin ásamt vin hefur kost á að vinna step 3 línuna.

Endilega takið þátt hér !!!

Ég nota hreinsilínuna kvölds og morgna og set á mig rakagelið í 3 step línunni á morgnana,hvort sem ég farða mig eða ekki. Ég nota kremið sem er fyrir combination oily to oily skin. Kremið er silkimjúkt og gerir húðina silkimjúka líka. Það frískar líka vel upp á húðina og gefur henni fyllingu.

Rakakremin sem ég nota frá Clinique eru mjög hentug fyrir mína húð, en ég vel alltaf pura raka og olíulaus krem. Það er rosalega mikilvægt að nota raka á hverjum degi því þurr húð virkar líflaus, grá og oft bara eins og krumpuð.

Augnkremið All about eyes og Mousture surge 72 hour kremið nota ég hins vegar eingöngu þegar ég farða mig, sem dagkrem undir farðann. Kremið er svo ótrúlega létt og er meira eins og gel en krem. Maður finnur varla að maður hafi verið að bera á sig krem sem mér finnst geggjað. Stundum finnst mér kremáferð fara í mig og láta mér líða eins og ég sé klístruð í framan, en þetta gerir það alls ekki.

Moisture Surge kremið fer strax inn í húðina og gefur manni dásamlega frískandi tilfinningu. Kremið á að gefa húðinni margfaldan raka í allt að 72 klukkustundir og hentar það öllum húðtegundum. Það er rosa gott fyrir líflausa húð og fínar línur en það á að draga verulega úr þeim. Það sem er svo best er að það er parabenfrítt.

Það sem mér finnst líka svo geggjað við Moisture Surge kremið er að það gerir farðann jafnari og fallegri. Mér finnst nefninlega dagkremið sem ég set undir meikið mitt ekki skipta síður máli fyrir útkomu farðans, rétt eins og farðinn sjálfur. Mér finnst farðinn verða silkmjúkur og sléttur með fallegan gljáa þegar ég nota þetta krem undir.

All about eyes augnkremið er algjör dásemd en þegar maður er ílla sofin og þreyttur, eins og ég er mjög oft, sjást fyrstu ummerki þreytunnar oftast í kringum augun. Baugar og þroti sem koma upp um hversu þreyttur maður er.

Augnkremið dregur svakalaga úr þrotanum og minnkar baugana.Trúið mér að það svínvirkar. Ég set það alltaf á mig undir farðann ásamt 72 hour mousture surge kreminu, og mér finnst ég strax sjá mun.

Eins og þið eflaust sjáið þá er ég rosalega hrifin af Clinique og ég skef ekkert ofan af því. Því get ég ekki annað en mælt með Clinique vörunum, enda orðið viðurkennt og rótgróið traust merki, sem er búið að standanst tímans tönn í snyrtivörubransanum.

En að lokum minni ég aftur á instagram leikinn !

knús

María

 

No Comments Write a comment

Please add an author description.

No Comments

Leave a Reply

Pin It on Pinterest