Think dirty shop clean með Weleda

Lífstíll & heilsa Yngri kynslóðin
-Samstarf-

Ég las grein í fréttunum nú fyrir stuttu um konu sem keypti andlitsfarða ætlaðan börnum handa dóttur sinni. Til hvers er kannski önnur saga, en margar litlar stelpur eiga förðunardót sem sérstaklega er gert fyrir börn. Þegar móðirin las utan á innihaldslýsingarnar kom í ljós að Asbest var eitt af innihaldsefnunum. Eins og margir vita er þar um mjög skaðlegt efni að ræða. Í mjög stuttu máli þá var Asbest notað í eingangrun í húsum áður fyrr en hefur nú með öllu verið bannað.  Asbest getur valdið lungnaskemmdum og svokölluðu steinlunga.

Ég sem móðir er alltaf að verða meira og meira meðvituð um hvað ég set á húð barnanna minna og eins mína eigin. Börnin mín eru öll með frekar viðkvæma húð sem þolir illa þurrk og frost. Maðurinn minn er mikill exemissjúklingur og einnig var ég með barnaexem.  Því eru miklar líkur á að börnin okkar hafi erft exem frá okkur. Eins og er hefur okkur tekist að halda exemi niðri á börnunum okkar. Ég finn samt hvað húð þeirra er tæp og þolir lítið, en þau verða t.d. mjög þurr við mikið frost.

Áður fyrr pældi ég ekkert í þessu, en í dag hugsa ég mig alltaf um áður en ég kaupi vörur til að nota á húðina. Húðin er stærsta líffæri líkamans og í gegnum húðina geta alls kyns eiturefni komist inn í hann og valdið okkur skaða. Því skiptir miklu máli að hugsa um hvað maður setur á húðina svo ég tali nú ekki um þegar um börnin okkar er að ræða.

Verum viss um hvað við setjum á húð barnanna okkar. Kemísk efni geta t.d. stuðlað að ótímabærum kynþroska í stúlkubörnum

Það er ansi margt í umræðunni um hvað eigi að borða og ekki borða, hvað eigi að bera á sig og ekki bera á sig. Hvað innihaldi hin og þessi efni og eflaust eru margir sem hafa ekki einu sinni hugmynd um hvað þessi slæmu efni gera né hvað þau heita. Það sem er einna helst fókusað á í dag, þegar rætt er um skaðleg kemísk efni í snyrtivörum eru; Ilmefni og Paraben

En hvað eru þessi efni og hvaða skaða valda þau ?  

Ilmefni: Ortoísómeríð (phthalates) eru algeng efni í snyrtivörum. Þessi efni er að finna í ilmi af húðvörum, hreinsi- og snyrtivörum. Vitað er að ortoísómeríð (phthalates), líkt og Paraben trufla hormónastarfsemi og geta raskað starfsemi annarra hormóna sem standa í víxlverkun við estrógen, þar á meðal testósteróns.

Paraben: eru efni sem eru mikið notuð í snyrtivörum og matvælum sem rotvarnarefni,  og finnast því í mjög mörgum vörum. Þar má nefna sjampó, rakakrem, raksápur, sleipiefni, tannkremi og meiki.

Paraben geta gengið inn í húðina og hegðað sér eins og veikt estrógen í líkamanum — og með því mögulega hrint af stað vexti hormónsins í líkamanum og því haft margvísleg hormónaáhrif. Paraben hafa fundist í brjóstakrabbameini og vitað er að estrógen hefur áhrif á þróun brjóstakrabbameins. Einnig eru paraben talin geta átt sinn þátt í því að ungar stúlkur byrji sífellt fyrr á kynþroskaskeiðinu.

Þau paraben efni sem algengust eru í vörum eru methyl-, probyl-, buthyl- og ethylparaben.  Eða öll efni sem hafa heiti sem endar á paraben.

Hvernig eigum við að getað fylgst stöðugt með því hvað snyrtivörur innihalda og vitað hvaða nöfnum þau kallast ? 

Sem betur fer eru til alls kyns leiðir og heimasíður með upplýsingum um kemísk innihaldsefni sem eru skaðleg og heiti þeirra. Hægt er að lesa sér til um og reyna að muna hvaða heiti þau bera. Fyrir mér er það samt allt of flókið og því nýtist appið Think Dirty Buy Clean mér afar vel. Appinu er hægt að downloda frítt frá app store og er búið þeim frábæra eiginleika að hægt er að skanna vörurnar beint með símanum.

Appið flettir svo upp í gagnabanka upplýsingum um hversu mikil eiturefni er að finna í snyrtivörum sem eru skannaðar eða slegnar inn. Það gefur einnig upplýsingar um hvaða innihaldsefni eru í vörunni. Niðurstöðurnar eru mjög einfaldar en gefin eru stig fyrir hversu mikið eiturefni er að finna í vörunni. Hærra skor þýðir mengaðari vara.

Mjög einfalt 🙂

Weleda traust merki með 90 ára reynslu 

Merkið Weleda er eitt af þeim merkjum sem ég treysti og veit að er áreiðanlegt og get því notað með góðri samvisku.  Weleda er umhverfisvænt fyrirtæki sem er búið að vera starfandi í 90 ár og eru vörur þess seldar um allan heim. Hin 90 ára gömul hefð og þekking í bland við nútíma vöruþróun er notuð til að ná fram hinum náttúrulegu þáttum í húðvörum Weleda.

Weleda er m.a. með vörur sem eru unnar úr birkilaufi, en það hefur þann eiginleika að hafa hreinsandi áhrif á líkamann og vera bjúglosandi. 

Vörurúrval Weleda samanstendur af mildum en jafnframt áhrifaríkum vörum fyrir andlit og líkama, börn og meðgöngu, karla og konur og eru vottaðar samkvæmt Na-True staðlinum. NaTrue er evrópskt frumkvæði sem tryggir að háum stöðlum sé viðhaldið á sviði náttúrusnyrtivara. Félagar í NaTrue gera ströngustu kröfur um náttúruleg hráefni, virkni og öryggi fyrir húðvörur sínar og standa fyrir varfærnislegri  meðhöndlun náttúrulegra hráefna. Einnig notast þeir við lífræn innihaldsefni eins og unnt er í hverri vöru.

Allar húðvörur Weleda eru því úr fyrsta flokks jurtum, steinefnum, náttúrulegum jurtaolíum og hreinum ilmkjarnaolíum og framleiddar með því leiðarljósi að notast eingöngu við náttúruleg hráefni.

Allar jurtir og hráefni í vörum Weleda eru valin af kostgæfni og er strangt eftirlit með tilbúnum vörum þeirra. Allar vörurnar eru prófaðar með tilliti til húðsjúkdóma af óháðum aðila, og eru reglulega gerðar prufur hvað varðar húðsjúkdóma og klínískar prófanir. White Mallow barnavörurnar eru t.d. viðurkenndar af National Eczema Association. 

Engin gervi, litar- eða ilmefni eru notuð í vörur Weleda, né  parabenar eða önnur tilbúin rotvarnarefni. Engar jarðolíur eru notaðar en jarðolíur ganga ekki inn í húðina, heldur leggjast eingöngu utan á hana og gera því lítið gagn. Weleda gerir ekki tilraunir á dýrum og er samspil náttúrunnar og mannsins haft í forgrunni.  Notaðar eru endurvinnanlegar umbúðir sem brotna niður í náttúrunni. 

Íslenskar leiðbeiningar fylgja flestum vörum Weleda

Allir þessir þættir skipta mig máli þegar ég er að velja vörur á húðina á mér og börnunum. Einhvernveginn líður mér betur að vita af því að þegar ég t.d. nota bossakrem á lilluna mína, (þ.e dóttur mína haha), að það sé ekki að valda henni hormónabreytingum. Fyrir utan að bossakremið er með þeim allra bestu kremum sem ég hef notað á bleyjusvæðið á henni, og jafnvel stundum á hökuna þegar hún fær slefútbrot undir duddunni.

Vörurnar úr barnalínu Weleda eru með eindæmum góðar og virka svakalega vel á þurra húð sem dæmi. Eftir nokkur skipti af notkun Body Lotionsins úr White Mallow línunni fór ég að sjá þvílíkan mun á mýkt og rakastigi húðarinnar á börnunum mínum. Aðrar vörur sem ég er að nota á krakkana mína frá Weleda er sjampó, sturtusápa, kuldakrem og Skin Food kremið sem er svakalega gott við miklum þurrki.

 Þær vörur sem ég er að nota sjálf frá Weleda eru m.a. Cellulite olían sem er unnin úr handtíndum birkiblöðum og meðhöndlar appelsínuhúð og á að fyrirbyggja nýmyndun hennar á sama tíma. Einnig á olían að auka teygjanleika húðarinnar og varðveita mýkt hennar. Ég algjörlega elska að bera hana á mig eftir bað og set hana jafnvel stundum út í baðið hjá mér. Ilmurinn af henni er mildur og frískandi.

Cellulite Olía unnin úr birkilaufum, E-vítamíni og aprikósukjarnaolíu 

Venadoron er fitulaust gel, búið til úr lækningajurtum og kopar.

Einnig erum við Mikael og Viktoría Alba að nota Venadoron gelið. Það er notað við fótaþreytu og pirring en bæði systkynin eru mjög fótaþreytt að sökum plattfóts og slakra liðbanda við ökkla.

Ég hef alltaf þjáðst af fótapirringi sjálf og versnaði töluvert á meðgöngu. Venadoron gelið er algjör snilld við þessum kvilla en það er gert til að styrkja æðar í fótum og losa fótabjúg. Einnig dregur það úr þreytu í vöðvum og liðum og er gott á marbletti og æðahnúta. Mér finnst það alltaf gefa mér frískandi tilfinningu og krakkarnir elska að láta bera þetta á litlu fæturnar áður en þau fara að sofa.

Birkisafinn er algjör snilld eftir jólin til að losa sig við bjúg og uppsafnaðan vökva eftir jólakjötið. Einnig hefur hann góð áhrif á hár, húð og neglur

Ég gæti eflaust skrifað endalaust um það hversu frábærar og viðurkenndar vörurnar frá Weleda eru en einhverstaðar verður maður að stoppa. Ef þið villjið kafa enn nánar ofan í Weleda vörurnar og sjá vöruúrvalið er tilvalið að kíkja hingað inn á heimasíðuna þeirra.

En þangað til ég sé ykkur næst

stórt knús

María 

2 Comments Write a comment

Please add an author description.

2 Comments

 • Hólmfríður February 12, 2018

  Sæl María. Ég er mjög lítið fyrir að skilja eftir komment við bloggfærslur (þó mig langi það stundum og þá aðallega til að leiðrétta stafsetningu eða málfar…) en þessi kallar á mig sennilega vegna þess að ég á dóttur sem er mjög slæm af exemi. Ég er mjög hrifin af Weleda og reyndar Decubal og Eucerin líka og finnst þessi merki t.d. langtum betri en íslensk og ensk apótekarakrem (notaði lengi frá Boots). Fyrir u.þ.b. tveimur árum var ég að glugga í sænskt læknablað (ég bý í Svíþjóð) og las grein eða auglýsingu um canoderm 5 % krem frá ACO þar sem greint var frá því að skv. klínískum rannsóknum liði næstum því helmingi lengri tími þar til þeir sem notuðu kremið fengju exem í samanburði við önnur krem. Ég hafði svo sem enga sérstaka trú á þessu þannig séð en fannst samt að ég hefði engu að tapa og ákvað að prófa. Ég get svo sannarlega mælt með þessu kremi og finn mikinn mun á húð stelpunnar minnar þegar ég nota þetta krem í samanburði við önnur, líka þau sem ég nefndi áðan. Ég hef prófað að kaupa krem sem átti að vera alveg eins skv. starfsmanni apóteksins, þ.e. 5 % carbamid en gæðin voru alls ekki þau sömu og það krem er enn hálfklárað inni í skáp. Mér finnst reyndar ekkert sérstök lykt af þessu kremi en hún hverfur fljótlega eftir að það er borið á og í stað þess að þurfa að bera á dóttur mína kvölds og morgna og vera samt með exembletti slepp ég yfirleitt núna með einu sinni á dag sem er mikill munur fyrir okkur báðar. Sem sagt langaði bara að skilja þetta hér eftir þar sem þú nefnir að öll fjölskyldan sé með viðkvæma húð eða exem. Vil líka hrósa þér fyrir síðuna þína sem mér finnst bæði betur skrifað og áhugaverðara en flest önnur blogg sem ég fylgist með. Hér er hlekkur um kremið: http://www.pharma-industry.se/canoderm-kram-5-karbamid-nu-godkand-for-forebyggande-av-aterfall-av-atopiskt-eksem/ Bestu kveðjur, Hólmfríður.

  • maria February 13, 2018

   Sæl Hólmfríður

   Kærar þakkir fyrir þarfa og góða ábendingu. Ég ætla svo sannarlega að kíkja á þetta. Er einmitt búin að vera að vandræðast núna með þann elsta af þeim yngstu en það virðist vera að brjótast út slæmt exem hjá honum núna með tilheyrandi kláða og útbrotum. Þetta er klárlega eitthvað sem ég ætla að skoða og kaupa ef hægt er að fá hér á landi .)

   Kærar þakkir líka fyrir hrósið og fyrir að gefa þér tíma í að lesa síðuna <3

   bestu kv María

Leave a Reply

Pin It on Pinterest