Risarnir þrír frá Mac

Lífstíll & heilsa
-Samstarf-

Eins og svo margar aðrar konur þá algjörlega elska ég snyrtivörurnar frá Mac. Ég hef notað þær í meira en 10 ár og ekkert annað hefur getað komið í staðinn, sérstaklega þegar kemur að meiki. Að mínu mati eru þessar þrjár vörur sem ég ætla að fjalla um risarnir þrír frá Mac.

Þessar vörur sér maður ósjaldan í ,,make up tutorials” videoum hjá þeim bestu, enda vörur sem engann svíkja. Ég held að það sé óhætt að segja að þær séu algjört Must Have fyrir konur á öllum aldri.

Studio Fix meik

Ég er með frekar ílla farna húð eftir bólur sem ég fékk rétt undir þrítugt og þurfti massíva meðferð við. Ég er því mjög meðvituð um húðina mína og galla hennar. Því fannst mér það kraftaverki líkast að finna uppáhaldsmeikið mitt, sem ekki bara felur örin heldur gefur ótrúlega fallega og jafna matta áferð. Meikið er með púðurögnum sem kemur í veg fyrir glansandi nef og enni og er einnig með SPF 15 sólarvörn.

Studio Fix meikin eru með mikla þekju og kannski ekki endilega fyrir þær sem eru að leita að léttum farða. Ég mun hins vegar gefa ykkur ráð hér á eftir hvernig hægt er að gera farðann þynnri og léttari, og því ætti hann að geta hentað öllum.

Það sem mér finnst svo enn frábærara við Mac meikin er að hægt að er velja sér undirtóna, gultóna eða bleiktóna. Gultóna passar fyrir þær sem eru með hlýjan gulan undirtón í húðinni og verða mjög brúnar.

Bleiktóna er svo fyrir þær sem eru með kaldari húðlit með bleikum undirtón í húðinni. Gultóna meikin byrja á NC + tala og bleiktóna eru með stafina NW + tala. Því hærri sem talan er því dekkra er meikið.

Ég hef verið að nota allt frá NC 20 til NC 30, allt eftir þvi hversu dökk ég er hverju sinni. Ég get orðið mjög föl og einnig mjög dökk á húðina.  Því finnst mér frábært að geta alltaf fundið mér rétta litinn til að nota.

Ég reyndar á alltaf NC 20 og NC 30 og hef svo blandað þeim tveimur litum saman til að fá rétta litinn ef ég er einhversstaðar þarna á milli. Ef blandað er 50/50 af NC 20 og NC 30 fæst liturinn NC 25. Hann er auðvitað hægt að kaupa en mér finnst fínt að hafa þetta svona til að geta stjórnað hvað lit ég þarf eftir því hversu dökk ég er. Mér finnst glatað að fara í sólbað og þurfa að kaupa mér nýjan lit af meiki bara þvi ég hef aðeins brúnkað. Því er þetta fullkomin lausn.

Þar sem Studio Fix meikið er frekar mikið matt og þekjandi getur það virkað eins og gríma. Til að koma í veg fyrir það nota ég alltaf hið ómissandi frábæra Strobe rakakrem undir til að fá fallegan náttúrulegan gljáa.

Strobe krem

Strobe kremið nota ég yfir annað rakakrem sem ég ber fyrst á húðina. Ástæðan er sú að Strobe kremið nota ég eingöngu á nefið, kinnbeinin, augnkrókana, augnbeinið, hökuna, bogan fyrir ofan efri vörina og á sitthvorn endann á enninu (fyrir ofan enda augabrúnana). Með því að bera það á þessi svæði verður útkoman mjög náttúruleg og gljáinn kemur akkurat þar sem hann væri á eðlilegan máta þegar ljós skín á andlititið.

Ég nota Strobe kremið bæði til að setja undir meikið og svo einnig eftir að ég hef sett allt á húðina…þ.e baugafelara, meik, sólarpúður og kinnalit, en já ég nota oftast allt þetta á andlitið en í mismiklu magni eftir tilefni auðvitað.

Þá set ég strobe kremið á þau sömu svæði og áður og ber það á létt með fingrunum. Trúið mér að þetta gerir rosalega mikið. Ef ykkur finnst þetta of mikið hversdags þá er alveg nóg að nota það undir og svo yfir bara spari.

Strobe kremið er til með 5 mismunandi undirtónum en ég nota alltaf annað hvort Goldlite eða Pinklite en mér finnst þeir að mínu mati flottastir.

Fix + sprey

Síðast en sko alls ekki síst er svo Fix + spreyið sem er geggjað. Ég er aðeins búin að vera að lesa mér til um Fix + spreyið og komst að því að það er ekki setting sprey heldur finishing sprey.

En hver ætli sé munurinn ?

Setting sprey er notað eins og hársprey, til að halda farðanum á sínum stað allan daginn. Finsihing sprey er með sama markmið en er meira notað sem raki yfir farðann.  Fix + spreyinu er spreyjað jafnt yfir andlitið eftir förðun og á að gefa farðanum mildan gljáa og kemur í veg fyrri að farðinn klessist.

Finishing sprey eru meira notuð til að endurstilla eða laga farðann án þess að hann fari í köku. Ég t.d. var alltaf með Fix+ sprey í töskunni þegar ég starfaði fyrir langa löngu sem flugfreyja. Mér finnst ekki gott að setja farða yfir farða og því fannst mér geggjað að hafa spreyið til að hressa upp á mig í löngu flugi og farðinn varð eins og nýr.

Spreyið er eins og áður sagði geggjað og býr yfir mörgun eiginleikum og möguleikarnir til að nota það eru fleiri en bara einn. Hér ætla ég að fara yfir nokkrar  leiðir sem hægt er að notast við Fix + spreyið.

1. Rakasprey strax eftir sturtu 

  • Eftir sturtuferð er húðin mjög opin og því dregur hún í sig allan rakann sem spreyið hefur að gefa. Mjög sniðugt t.d. á ferðalögum ef maður vill takmarka hvað tekið er með í snyrtibudduna.

2. Sem primer undir meik

  • Ef spreyið er notað sem primer undir  meik þá virkar það eins og festir fyrir meikið. Þetta er mjög sniðugt ef farðinn þarf að endast  mjög lengi á, og eins ef þið eruð á ferðalagi og viljið skilja rakakremið eftir heima.

3. Sem bindiefni fyrir augnskuggana

  • Oft eru augnskuggar frekar döll og lausir í sér. Mér finnst oft eins og ef augnskuggi er of púðurkenndur þá bara fuðri hann upp og sést ekki þegar hann er komin á augnlokin. Því er rosalega sniðugt að nota Fix+ spreyið sem bindingu fyrir augnskuggan. Það bæði verður til þess að augnskugginn endist mikið lengur og einnig til þess að augnskugginn fær miklu skærari lit og meiri gljáa. Aðferðin við þetta er að setja augnskugga á burstann og spreyja svo fix+ spreyinu yfir burstan áður en augnskugginn er settur á augnlokið. Þið getið séð muninn á myndinni hér fyrir ofan, en vinstri rönd er fyrir sprey og hægri eftir sprey, með nákvæmlega sama augnskugganum.

4. Til að þynna og létta farðann

  • Ég var búin að segjast ætla að koma inn á hvernig gera má Studio Fix meikið að léttari farða og hér er aðferðin við það. Yfir sumarmánuðina langar manni kannski ekki að vera eins þakin í meiki og yfir hörðustu vetrarmánuðina. Ég er ein af þeim sem getur ekki látið sjá sig án farða án þess að allir haldi að ég sé lasin. Mér finnst ég alltaf þurfa að hafa eitthvað á mér sama þó sé skínandi sól úti. Því finnst mér þessi aðferð geggjuð. Setjið meik á handabakið á ykkur og spreyið 4-5 gusum af Fix + spreyinu yfir. Blandið því svo vel saman í meikburstann og berið á ykkur. Þetta gerir það að verkum að meikið er mikið léttara og þekur ekki eins mikið. Með þessu næst frísklegt og fallegt útlit án þess að virka þó of farðaður.

5. Sem body sprey á þurra bletti áður en brúnkukrem er borið á

  • Þetta ráð finnst mér algjör snilld. Eins og flestir sem nota einhverskonar heimabrúnku vita, þá eru svæði eins og olnbogar, hnúar og hné oft mjög þurr. Þar af leiðandi eiga þessi svæði það til að verða vel dökk við brúnkukrem. Koma má í veg fyrir þetta með því að spreyja Fix + á þessi svæði áður en brúnkukrem er borið á og trúið mér þetta er algjör snilld og svínvirkar.

6. Flókasprey

  • Ok ég viðurkenni það að það er örugglega hægt að fá flókasprey sem eru mun ódýrari en Fix + spreyið, en mér finnst þetta samt svo ótrúlega sniðugt þegar maður er í neyð. Oft ef ég er búin að fara á strönd t.d. þá fer hárið á mér í klessu. Saltið gerir það að verkum að hárið verður hart og þurrt að ég er alveg ráðþrota stundum og get varla greitt það. Fix + spreyið er algjör draumalausn við þessu vandamáli en ekki bara er sniðugt að spreyja því í blautt hárið til að auðvelda burstun, heldur gefur það líka raka og gljáa í hárið þegar maður er búin að taka það alveg til og vill vera fínn. Ég mana ykkur til að prófa.

Ég gæti örugglega fundið endalaust meira til að segja um Mac vörurnar en flestir sem hafa prófað þær vita hversu frábærar þær eru. Fyrir ykkur hinar sem eru að prófa ykkur áfram mæli ég eindregið með því að þið prófið þessar vörur, en til er óteljandi úrval af frábærum meikum fyrir allar húðgerðir hjá Mac. Hver og einn ætti því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Þangað til næst

María 

 

 

 

No Comments Write a comment

Please add an author description.

No Comments

Leave a Reply

Pin It on Pinterest