Petit falleg verslun fyrir börnin

Yngri kynslóðin

Petit er yndisleg verslun með gæða vörur og fatnað fyrir börn. Hún er stofnuð af hinni sænsku Linneu Ahle sem er mikil smekkmanneskja og hefur gott auga og næmni fyrir fallegum og vönduðum vörum.

Hjá petit er hægt að kaupa skandínavískan fatnað og vörur sem eru jafnt vandaðar og þægilegar. Mikið af fatnaðinum er gerður úr lífrænni bómull og myndi ég segja að vörurnar séu á mjög sanngjörnu verði miðað við hönnun og góð merki. Hjá Petit er einnig hægt að kaupa leikföng, húsgögn og yndislegar himnasængur, teepee tjöld, sparkbíla og dýrahausa meðal annars. Flestar vörurnar sem Petit selur eru unnar í sátt við náttúruna.

Búðin sjálf er afskaplega falleg og þjónustan þar er afar góð og persónuleg

Ég hef verslað mikið af vörum hjá Petit, bæði í barnaherbergin og svo fatnað. Vörurnar fegra herbergin í alla staði auk þess að krökkunum sjálfum finnst þær flottar. Reynir Leo fékk t.d. æðislegan ísbjörn í afmælisgjöf frá langömmu sinni, sem er mjög sniðugur að því leytinu til að hann þjónar margskonar tilgangi. Hann er t.d. hægt að nota sem gæru á gólf eða ofan á rúm og svo er hann einnig leikfang þar sem hægt er að smeiga sér í bæði haus og hendur. Það finnst krökkunum sko ekki leiðilegt.

Gaman að leika með ísbjörnin frá ömmu Rúnu úr Petit

Ísbjörnin er líka hægt að nota sem gæru og ábreiðu, okkur finnst hann geggjaður 🙂 

Einnig fást þar Mrs Mighetto myndir en þær skreyta bæði herbergi Viktoriu Ölbu og Mikaels. Verð ég að segja að ég sjálf er alveg hugfangin af Mrs Mighetto myndunum og vekja þær alltaf athygli gesta sem koma hingað, enda um ævintýralegar og afar vandaðar myndir að ræða. Það sem er svo frábært við myndirnar er að þær eru gerðar fyrir bæði stráka og stelpur. Strákamyndirnar eru alveg jafn fallegar og fyrir stelpurnar 🙂

Það sem mér finnst einnig svo skemmtilegt við myndirnar inni hjá krökkunum mínum, er að þær eru svo svipaðar börnunum mínum. Mér finnst þau hafa getað verið fyrirmyndirnar á þeim. Bæði í útliti og karakter.

Hér eru nokkrar af Mrs Mighetto myndunum úr herbergi Mikaels en strákurinn með kanínuna gæti vel verið Mikael sjálfur, feiminn og hlédrægur með bangsann sinn

 Mrs Mighetto myndir úr Viktoríu Ölbu herbergi en það er það sama þar, stelpan með krullurnar gæti vel verið Viktoría Alba 

Fallegar myndir 

Einnig hef ég verslað þar fatnað en ég keypti The Brand úlpur á strákana sem ég algjörlega elska og þeim finnst þeir sjálfir vera algjörir töffarar í þeim. Stundum er hægt að gera afar góð kaup í Petit á útsölu, sem ég gerði í þessu tilviki. Ég fékk úlpurnar á 7500 kr stk, sem mér finnst algjör kjarakaup fyrir svona vandaðar úlpur. Á petit.is er útsöluflokkur og mæli ég með að fylgjast með honum, því þar koma inn vörur með mjög góðum afslætti reglulega.

Reynir Leo töffari og þvílíkt ánægður með sig í nýju The Brand Úlpunni sinni

Fallegu The Brand úlpurnar sem ég keypti á bræðurna Reyni Leo og Mikael

Einnig er hægt að kaupa vandaðan skófatnað á börnin og keypti ég nýlega Nike Air skó á Viktoríu Ölbu og kjól við. Ég gat síðan ekki staðist að kaupa enn eina Jelly Cat kanínu með, en þær fást einnig hjá Petit, og erum við mæðgur ástfangnar af þessum kanínum.

Viktoría Alba í kjól, skóm og með slaufu í hárinu sem við keyptum í Petit, en þar eru einnig seldir fallegir fylgihlutir eins og hárskraut, duddubönd smekkir o.fl.

Ég lýk hér með færslunni með nokkrum myndum úr herbergjum barnana, þar sem sést í vörur og merki sem seld eru í Petit.

Fallegu Jellycat kanínurnar fást hjá Petit í nokkrum litum og stærðum

Fallegu skórnir og kjóllinnn sem ég keypti síðast á Lilluna mína í Petit

Rúmfötin og pokinn eru frá Tellkiddo en Petit er einnig með það vörumerki

Þessi mynd er úr herbergi Mikaels, pokinn er Tellkiddo

Herbergi Reynis Leo en hann elskar Batman og í Petit hafa verið seldir Batman posterar

Endilega verið dugleg að deila færslunni en það er gert með því að ýta á f takkan hér fyrir neðan 😉 Einnig er hægt að sjá fleiri myndir úr herbergjum krakkana á instagramminu mínu @paz.is 

þangað til næst…

takk fyrir mig

María 

No Comments Write a comment

Please add an author description.

No Comments

Leave a Reply

Pin It on Pinterest