O.P.I klárlega besta naglalakkið í bænum

Lífstíll & heilsa
-Naglalökkin á myndunum eru gjöf frá OPI –

Ég get alveg fyllyrt það, eftir að vera búin að fara í smá naglalakkleiðangur undanfarið, að OPI naglalökkin eru þau langbestu sem hægt er að fá. Þau eru á góðu og viðráðanlegu verði og fást út í næstu búð eða apóteki.

Litur Excuse Me Big Sur 

Með sérstakri formúlu, gullfallegum litum og fyndnum og skemmtilegum nöfnum, eru OPI naglalökkin einnig ótrúlega endingargóð. Eins og ég sagði áðan er ég búin að vera í smá naglalakkleiðangri og prófað hin ýmsu naglalökk sem eru í sama verðflokki.

Munurinn er þvílíkur get ég sagt ykkur. Önnur naglalökk sem ég var að prófa, þar sem mér fannst litirnir fallegir, voru bara alls ekki góð í gæðum. Það flagnaði  strax af daginn eftir og urðu neglurnar um leið subbulegar.

OPI lakkið hins vegar endist, án þess að flagna, á mér í næstum viku. Þá er ég ekki að nota neitt yfir til að styrkja lakkið heldur eingöngu naglalakkið sjálft.

Einnig finnst mér burstinn á OPI lakkinu vera geggjaður. Burstinn skiptir miklu máli upp á það hvernig lokaútkoman verður. Ef naglalakkbursti er með of stuttu skafti og breiður, finnst mér lakkið fara svo mikið útfyrir og erfitt að hafa stjórn á burstanum.

Á OPI lakkinu er burstinn fullkomin, með löngu skafti og svo nákvæmlega réttur að stærð að maður nær að hitta akkurat á nöglina án þess að sóðist á naglaböndin og jafnvel út á puttana.  Ástæðan er að öll naglalökk frá OPI eru með sérstökum ProWide™ bursta sem tryggir betri notkun og þekur vel yfir neglurnar.

OPI lökkin eru ekki bara á viðráðanlegu verði heldur einnig svakalega fjölbreyttt, en þau eru til í yfir 200 litum hvorki meira né minna. Einnig er OPI með allskyns úrval af vörum fyrir neglur eins og yfir og undirlökk, þornunardropa og ýmislegt fleira.

Litur Purple Palazzo Pants 

Ég hef nánast alltaf verið með langar neglur, og hef verið heppin með það að þær bæði vaxa hratt og eru ekki að brotna eða klofna. Hins vegar viðurkenni ég það að ég hef alltaf verið löt að naglalakka mig, eingöngu vegna þess að ég hef ekki haft tíma né þolinmæði í að láta lakkið þorna.

Oftast er ég farin að potast í einhverju áður en fullri þornun er náð og auðvitað allt komið í klessu.

Geggjaður brúðarlitur Let Me Bayou a Drink 

Nú þegar ég er byrjuð að taka upp story af því hvernig ég geri sumar uppskriftirnar mínar á matargramminu mínu @paz.isfood fannst mér ekki annað hægt en að hafa fallegar neglur.

Því varð ég þvílíkt ánægð að sjá að það eru til dropar sem heita Drip Dry frá OPI sem maður lætur yfir naglalakkaða nögl með dropateljara. Droparnir gera það að verkum að lakkið þornar nánast samstundis, easy peasy. Hversu geggjað er það ??? Og trúið mér að það svínvirkar !!!!

Fyrir mína parta eru Drip dry droparnir mun betri í notkun en Speed dry sprey, sem ég hef líka verið að prufa og fundist svo sem ágætt líka. Munurinn er sá að droparnir fara beint á nöglina án þess að fara yfir alla puttana, eins og sprey á til að gera.

Þegar spreyjast yfir allt á það til að myndast eins og fitulag kringum neglurnar. Það gerist ekki með dropunum og útkoman verður fullkomin.

Ef ykkur langar að hafa neglurnar meira fylltar þannig þær líkist gelnöglum, þá er til frábært efni frá OPI til þess. Það heitir OPI Plumping. Það er yfir og undirlag sem sett er fyrst á nöglina, svo er naglalakkað tvisvar yfir og aftur sett ein umferð af Plumping yfir það.

Þetta gerir neglurnar ofboðslega proffesional og fallegar og þær lúkka sterkari og þykkari fyrir vikið. Bara fullkomið.

Brúni liturinn heitir Icelanded a Bottle of OPI 

Ég hvet ykkur til að prófa þessi lökk en það er rík ástæða fyrir því að þau eru svona vinsæl. Litirnir, fyndin og skemmtileg nöfn á litunum, burstinn, stærðin og útlitið og síðast en ekki síst gæðin……þau eru bara allur pakkinn og meira en það.

Ég er alla vega alsæl með OPI lökkin og er viss um að þið verðið það líka.

Takk fyrir mig

Knús

María 

 

 

No Comments Write a comment

Please add an author description.

No Comments

Leave a Reply

Pin It on Pinterest