Name it Strákar

Yngri kynslóðin

Um daginn vorum við mæðgur svo heppnar að fá samstarf við Vila og Name it og fannst okkur það sko ekki leiðinlegt enda elskum við fötin frá þeim. Færsluna má sjá hér.

Í þetta sinn var strákunum farið að vanta ansi mikið af fötum. Það er eins og fötin verði bara allt í einu öll of lítil og þá þarf að kaupa nánast allt nýtt. Ég held reyndar að strákarnir mínir stækki á einhverjum methraða en þeir eru ekki nema 3 og 4 ára og taka föt á 5-6 ára (116) og 7-8 ára (122-128). Þeir voru mjög stórt fæddir og ætla sér greinilega að halda því við.

Núna vantaði mig helst eitthvað þægilegt á þá sem gengur bæði til að vera í á leikskólanum og svo um helgar líka. Eitthvað smart, þægilegt og snyrtilegt.

Reynir Leo, þessi eldri, er með þannig vöxt að fáar sem engar buxur haldast uppi á honum og er hann því mjög oft með plömmer, eða eins og ein sem ég þekki sagði, hann er með krónískan plömmer. Ég er í stökustu vandræðum með að finna á hann buxur sem gætu hentað honum og minnkað þetta vandamál. Í Name it fann ég einar sem eru afar hentugar og klæðilegar. Auk þess eru þær töff en samt sporty og kósý.

Bræðurnir í buxunum sem ég keypti á þá og í bolum sem mér finnst rosalega töffaralegir með áletrun sem á vel við þá. Bæði finnst mér þeir ganga við íþróttabuxur og gallabuxur líka

Strákarnir eru þvílíkt montnir með sig í þessu dressi en þeir hafa mjög sterkar skoðanir á því í hverju þeir klæðast

Nei þetta er ekki spegill 😉 

Finnst þessar buxur bara geggjaðar, flottar í sniðinu með vasa og merki að aftan. Einnig eru þær með bandi í mittið og teygju inn á stroffi til að þrengja buxurnar eftir hentisemi 

Strákarnir eru rosalega heitfengir og þeim þykir ekki gott að vera í þykkum og miklum peysum. Þar sem þeir eru í flís undir útigöllum á leikskóla og úlpum þá finnst mér alveg nóg að hafa þá í langermabolum og þeim finnst það miklu betra sjálfum.

Í Name it var mikið úrval af peysum úr jogging efni með mjög töff sniði og svo líka síðermabolum. Það sem ég geri oft er að kaupa síðermabol í einlit til að hafa undir stuttermaboli sem kemur mjög töff út. Núna keypti ég t.d einn í hvítu til að hafa undir stuttermaboli sem ég stóðst ekki en mér fannst þeir svo flottir.

Síðermabolur undir stuttermabol er sniðug lausn og kemur flott út. Hér eru strákarnir klæddir þannig. Derhúfurnar fást líka í Name it

Never Mind bolurinn er stutterma og getur verið notaður sem slíkur eða með síðerma undir 

Svo fást líka fylgihlutir í Name it eins og húfur, vettlingar, hárteygjur, derrur, belti og margt fleira.  Reynir Leo fékk belti, með von um að gallabuxur haldist uppi, og svo fengu bræðurnir sitthvora derruna með hermanna munstri. Þær koma í nokkrum stærðum sem og beltin líka.

Þriðji og síðasti efri parturinn er svo annar langermabolur með Buffaló nauti á. Hann er í uppáhaldi hjá mér mömmuni, en ég elska allt sem minnir mig á Indjána. Ég hef örugglea verið indjáni í fyrra lífi hehe.

Bolurinn með Buffalóanum á. Ég er mest hrifnust af honum en mér þykir öll þessi föt rosa töffaraleg og það sem er ekki síður mikilvægt, er að þau eru mjög svo klæðileg og þægileg fyrir strákana líka

Ég mæli svo með því að þið kíkjið í Name it ef ykkur vantar föt á barnið eða börnin ykkar. Þar er ekki bara að finna afar falleg föt heldur einni föt á mjög góðu og viðráðanlegu verði í  góðum gæðum á krakka frá fæðingu og allt upp í 12 ára.

Á hverjum mánudegi kemur ný sending í verslanir Name it sem eru í Smáralind og Kringlunni. Því er betra að hafa hraðar hendur þar sem flíkurnar hjá þeim seljast mjög hratt, enda svo ótrúlega smart og fallegar að erfitt er að standast þær.

Ég sá einnig að jólafötin eru farin að týnast inn í Name it og voru þau sko ekki af verri endanum og á frábæru verði. Ég mun 100 % kaupa jólafötin á krakkana mína í Name it og aldrei að vita nema ég leyfi ykkur að sjá þau þegar þar að kemur.

Þangað til næst

Knús á ykkur

María 

No Comments Write a comment

Please add an author description.

No Comments

Leave a Reply

Pin It on Pinterest