Minimo með æðislegar vörur í pakkann

Yngri kynslóðin

Eins og þið hafið kannski tekið eftir undanfarið er ég búin að vera dugleg að kynna fyrir ykkur hinar ýmsu vefverslanir. Það eru bara til svo ótal margar vefverslanir með vönduðum vörum sem ekki er hægt að finna í hinum hefðbundnu verslunum. Svo er ekkert smá þægilegt að þurfa ekki einu sinni að fara út úr húsi til að versla og fá vöruna senda heim að dyrum. Það getur sparað ansi mikinn tíma og stress við jólagjafainnkaupin.

Eins og ég hef sagt ykkur áður þá kynni ég eingöngu fyrir ykkur það sem er mér að skapi og mitt allra uppáhald. Þið eruð búin að fá innsýn inn í nokkrar af mínum uppáhaldsverslunum fyrir börnin, en hér bætist við ein önnur.

Minimo.is er dásamleg vefverslun með nútímalegar vörur fyrir börnin. Minimo er í eigu mæðgnanna Hildar Birnu Birgisdóttur og Hönnu Ólafsdóttur, sem einni eiga vefverslunina Interia.is, þar sem má finna vandaðar vörur fyrir heimilið í Skandinavískum stíl.

Minimo leggur áherslu á stílhreina hönnun og vandaðar vörur úr lífrænum efnum fyrir börnin. Vefverslunin býður upp á vandaðan og fallegann barnafatnað frá 0-6 ára, ásamt fallegum munum í barnaherbergið frá spennandi vörumerkjum eins og Art by Arna, Gro, Lucky No 7 svo fátt eitt sé nefnt. Hér er hægt að sjá frekari upplýsingar um vörumerkin hjá Minimo.

Viktoría Alba var svo heppin að fá að gjöf frá þeim þennan dásamlega pöndukjól frá Lucky No.7 sem er tilvalinn jóla eða áramótakjóll. Einnig fékk hún hárband og tösku með kaffisetti. Allt sló þetta rækilega í gegn hjá henni enda barnið pöndusjúkt og með mjög ákveðnar skoðanir um klæðaval.

Kjóllinn féll því heldur betur vel í kramið hjá henni svo ég tali nú ekki um kaffistellið, sem fékk að ferðast með henni í bílnum hvert sem var daginn sem hún fékk það. Það sem það er líka búið að hafa ofan af fyrir henni er með ólíkindum. Ég get því bara ekki annað en mælt með þessari fallegu tösku með kaffistellinu í pakkann fyrir börnin. Strákarnir mínir voru ekki síður spenntir að fá að leika sér með það.

Ef ykkur vantar eitthvað fallegt í pakkann fyrir börnin mæli ég hiklaust með að þið kikjið á Minimo.is

Munið svo að reyna að stressa ykkur sem minnst í jólaundirbúningnum og njóta !

María

No Comments Write a comment

Please add an author description.

No Comments

Leave a Reply

Pin It on Pinterest