Marshmallow salat með jólasteikinni klikkar ekki

Matur & Menning

Það er svo skemmtilegt þegar maður kynnist maka sínum að heyra af jólahefðum sem hann hefur átt í sinni æsku. Sem betur fer voru jólahefðirnar á heimilum okkar Ragga mjög svipaðar.  Hamborgarahryggur á aðgangadag, hangikjöt á jóladag, jólatré skreytt á Þorláksmessu og fleira sem hefur eflaust tíðkast í gamla daga á Íslandi á mörgum heimilum. Það eru hins vegar tvær jólahefðir sem hann kom með inn í okkar samband sem við höfum ákveðið að viðhalda, enda gaman að taka eitthvað frá báðum og gera það að hefð fyrir okkar eigin fjölskyldu. Svo búum við til okkar eigin hefðir líka, sem börnin okkar munu svo vonandi tileinka sér í framtíðinni.

Þessar tvær jólahefðir sem Raggi kom með inn í hjónabandið er Marshmallow salat með hamborgarahryggnum og svo kartöflumús með hangikjötinu. Seinni hefðin finnst mér reyndar mjög skrítin, enda er kartöflumús í mínum augum ekki beint sparileg. Ég geri hana þó samt alltaf á jóldag með hangikjötinu. Auðvitað úr ekta soðnum kartöflum með smjöri, rjóma og miklum svörtum pipar, en Raggi er sá eini sem borðar hana. Við hin fáum okkur hin gamla góða uppbakaða uppstúf.

Marshmallow salatið hins vegar borðum við öll enda skemmtilega öðruvísi og fer afar vel með söltu kjötinu, en það samanstendur af ávöxtum, kókós, marshmallows og sýrðum rjóma. Það er mjög auðvelt í framkvæmd og best er að gera það svona 1-2 klst áður en það er borið fram og geyma í ísskáp fram að því.

Í salatið þarf

 • 1 dós sýrður rjómi
 • 1/2 bolli kókósmjöl
 • 1 dós mandarínur (fæst í Bónus)
 • 1 dós ananas
 • Marshmallows stórir. Magn eftir smekk, ég nota rúmlega hálfan poka og klippi þá niður í 4 bita.

Aðferð

-Skerið ananasinn niður í litla bita. Setjið svo ananasinn og mandarínurnar án vökva í skál.

-Sáldrið Kókósmjölinu yfir allt og svo sykurpúðunum.

-Setjið svo sýrða rjómann á allt og hrærið vel saman.

-Geymið í kæli 1-2 klst áður en borið er fram.

Væri ekki gaman að prófa eitthvað nýtt og spennandi með jólasteikinni í ár ? Þá er þetta salat alveg tilvalið í það.

Verði ykkur að góðu

María 

2 Comments Write a comment

Please add an author description.

2 Comments

 • Svanhvít December 14, 2017

  Líst vel á þetta, ætla að prófa, takk fyrir þessa uppskrift.

  • maria December 19, 2017

   Já um að gera alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt 🙂

Leave a Reply

Pin It on Pinterest