Lína Lokkafína

Lífstíll & heilsa

Ég bara verð að fá að segja ykkur frá nýfundinni hárgreiðslukonunni minni og snillingnum sem heitir því fallega nafni, Jóna Draumey, og er starfandi á Línu Lokkafínu í Hafnarfirði.

Ég er svo glöð að vera loksins búin að geta gert hárið á mér nákvæmlega eins og ég vil hafa það. Ég er með þykkt og mikið dökkt hár og er það líka frekar gróft , sem ég hef örugglega erft frá Spáni. Það getur oft verið erfitt að reyna að lýsa það en ég hef margsinnis reynt að lýsa mig upp og fá strípur. Annað hvort hef ég stundum endað grænhærð, appelsínugulhærð eða með skraufþurrt hárið. Á þeim tímapunkti sem ég byrjaði að fara til Jónu var ég eiginlega bara búin að gefast upp og sætta mig við það að þurfa bara að vera dökkbrúnhærð án þess að vera með nokkra hreyfingu í hárinu. Ég er líka byrjuð að fá grá hár, á einum stað sérstaklega í kollinum, sem lendir beint á skiptingunni. Þessi gráu hár eru eins og girni og þvílíkt gróf. Það hefur oft ekki einu sinni tekist að lita þau þar sem þau virðast bara hafa sjálfstætt líf þessir leiðindarlokkar.

Áður, hér er mikill appelsínugulur tónn í hárinu 

Hér sést hvernig hárið er meira beige brúnt en appelsínugult 

Mér til mikillar ánægju tókst Jónu algjörlega að ná gráu hárunum. Fyrst var ég bara með dökkt skol en ákvað síðan að taka sénsinn með henni og reyna enn einu sinni að lýsa mig upp, þar sem mig langaði svooooo mikið að hafa svona karamellubrúnar strípur í hárinu. Viti menn þessum snillingi tókst það heldur betur og á tveimur skiptum eftir að við byrjuðum að lýsa mig er ég orðin mega ánægð með árangurinn. Henni tekst einhvernveginn alveg að tóna það niður svo að allt gult, appelsínugult eða grænt er út úr myndinni og gæti ég ekki verið ánægðari með hausinn á mér. Hár skiptir svo ofboðslega miklu máli upp á sjálfstraustið að gera og finnst mér bara allt of oft fólk lenda í því að fara óánægt út af hárgreiðlsustofum hér á landi, því miður.

Jóna Draumey 

Jóna Draumey er búin að starfa á Línu Lokkafínu með hléum allt aftur til ársins 2000, en árið 2006 fluttist hún til Danmerkur að læra snyrtifræði en vann sem hárgreiðslukona í Danmörku með náminu. Árið 2011 snéri hún aftur til Línu Lokkafínu og tók meistarann í hárgreiðslu með vinnu árið 2015. Það er því óhætt að segja að hún er mikill reynslubolti sem ég get klárlega mælt með.

Stofan er snyrtileg og falleg og mikið úrval af hárvörum til sölu 

Á Línu lokkafínu eru starfandi fleiri hæfileikaríkar konur og einn karlmaður, en þar eru 8 starfsmenn talsins. Ég hef einnig verið hjá henni Dúnu sem er líka mjög fín, en er eins og er í barneignarleyfi. Á Línu lokkafínu er hægt að fá allt gert við hárið sem hugurinn girnist, bleikt eða blátt hár, permanent, herra, barna og dömukllippingu og eins greiða þær fyrir fermingar og brúðkaup og eða önnur tilefni.

Nýjustu blöðin alltaf í boði og ekki amalegt að fá nudd í þessum nuddstólum meðan verið er að þvo á manni hárið

Lína Lokkafína fagnar 25 ára afmæli í ár og segir það mikið um gæði stofunnar, enda er alltaf nóg að gera þar og oftast fullt þegar ég kem þangað. Einnig er verðið þar mjög eðlilegt en ekki öfgahátt eins og á mörgum öðrum stofum. Svo er þar mikið úrval af góðum hárvörum sem hægt er að kaupa og er hægt að láta þær panta fyrir sig mjög góð sléttujárn með keramíkplötum ef óskað er eftir.

Mikið úral af allskyns hárvörum er til sölu á stofunni 

Ég læt þetta ekki vera lengra og ég mæli með að þið hafið samband við hana Jónu ef þið eruð í vandræðum með hárið á ykkur.

Þangað til næst

María 

2 Comments Write a comment

Please add an author description.

2 Comments

  • Hekla Guðmundsdóttir May 13, 2017

    Geggjað á þér hárið 🙂 Hef oft farið til þeirra algjörir snillingar og vörurnar rosalega góðar 🙂

    • maria May 13, 2017

      Hæ Hekla já það er sko rétt hjá þér þær hafa mikin metnað á þessari stofu enda orðnar 25 ára og alltaf á sama staðnum 🙂

Leave a Reply

Pin It on Pinterest