Jólasveppasósa með Timian

höf: maria

Ég er rosalega kræsin á sósur og mjög fastheldin á jólasósuna mína. Ég viðurkenni það að mér finnst hún bara best. Ég vil hafa sósuna þykka og með fullt af sveppum í.

Rjómi, smjör, timian og sveppir er aðaluppistaðan hér en sósan er uppbökuð og því vel fitandi. Sósan fer vel með reyktu kjöti sem og lambakjöti, hnetusteik, önd eða villibráð.

Það eina sem maður svissar út er soðkrafturinn en best er að nota kraft  sem á við kjötið, þ.e villibráðar ef um hreindýr eða rjúpu er að ræða, lamb ef um lamb er að ræða og svín ef um svín er að ræða o.s.f.v. þið fattið.

Sósan með steikinni og sykurpúðasalati er bara jólin og klikkar ekki. Uppskrift af sykurpúðasalatinu má finna hér.

Jólasveppasósa með Timian

Ég er rosalega kræsin á sósur og mjög fastheldin á jólasósuna mína. Ég viðurkenni það að mér finnst hún bara best. Ég… Meðlæti Jólasveppasósa með Timian European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 250 gr ferskir sveppir
  • 15 gr smjör til steikingar á sveppunum
  • ½ tsk. salt á sveppina
  • 95 gr smjör
  • 1 ½ dl hveiti
  • 8 dl soðið vatn
  • 10 dl nýmjólk
  • 1 ¼ sveppasoðteningur
  • 1 svínasoðsteningur (ef þið eruð með svínakjöt, lamb, villibráðar eða önd ef þið eruð með þannig kjöt)
  • 1 pakki sveppasósa (bara nota dufið ekki gera sósu úr henni)
  • 1 pakki rauðvínssósa (bara duft beint úr pakka ekki tilbúna)
  • 1 msk sykur
  • 1 msk rifsberjahlaup
  • 1 tsk þurrkað timian
  • ½ tsk. borðsalt
  • Svartur pipar
  • 1 dl rjómi

Aðferð

  1. Skerið sveppina í þunnar sneiðar og steikið með 15 gr af smjöri og ½ tsk. af salti þar til þeir eru orðnir vel brúnir (athugið soðna aðeins fyrst en byrja svo að taka á sig lit )
  2. Setjið til hliðar og bræðið næst 95 gr smjör í potti
  3. Bætið hveiti út í brætt smjörið og hrærið vel og leyfið að sjóða í 1 mínútu svo hveitibragðið fari.
  4. Bætið næst soðna vatninu út í, soðteningum og báðum súpupökkunum þ.e bara duftinu beint úr pakkanum en það er notað sem kraftur.
  5. Saltið næst með 1/2 tsk. salti og piprið og setjið sykur, timian og rifsberjahlaup út í.
  6. Látið ná suðu og bætið þá mjólkinni og rjómanum út í ásamt sveppunum og hrærið vel í.
  7. Látið svo sjóða við vægan hita og hrærið í af og til í a.m.k 30-40 mínútur.

Verði ykkur að góðu

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here