Infantia með allt fyrir litlu krílin og meira

Lífstíll & heilsa Yngri kynslóðin
-Vörurnar eru fengnar að gjöf-

Margir sem eiga börn kannast eflaust við Infantia. Infantia er allt í senn blogg, uppskriftarvefur með barnamat og fróðleik og svo vefverslun líka. Vefverslunin leggur áherslu á að bjóða upp á dásamlegar vörur fyrir börnin sem eiga það allar sameiginlegt að vera í senn umhverfisvænar og eiturefnalausar.

Í dag eru margir orðnir meðvitaðir um umhverfi sitt og náttúru. Einnig er fólk orðið mun meðvitaðra um það hvað það setur ofan í sig og á. Þessi vitundarvakning nær líka, sem betur fer, til vara sem notaðar eru á börnin. Margir foreldrar eru meðvitaðir um hvað þeir setja ofan í barnið sitt eða bera á það og hvaða innihaldsefni eru í vörum sem það notar.

Merkið Jack N´Jill er dásamlegt Ástralskt merki sem er í senn umhverfisvænt og eiturefnalaust. Það er selt í Infantia, Systrum og Mökum og Móðurást.  Hægt er að fá dásamlega mjúka tannbursta frá þessu merki sem og tannkrem.  Tannkremið er flúorlaust og því alveg meinlaust fyrir lítil kríli að kyngja því, en ekki er ráðlagt að gefa mjög ungum börnum tannkrem með miklu flúorinnihaldi þar sem þau kyngja því oftast.

Í stað flúors er notað Xylitol sem við þekkum flest úr Extra tyggjói, en Xylitol er talið geta komið í veg fyrir tannskemmdir og er algjörlega skaðlaust sætuefni. Auk þessara eiginleika er tannkremið algjörlega laust við önnur efni eins og litarefni, paraben og sykur.

Einnig inniheldur það lífrænt ræktað Calendula, blóm sem býr yfir þeim eiginleikum að vera mjög græðandi og bakteríudrepandi. Calendulan í tannkreminu gerir það einnig að verkum að hún róar sárt tannhold og er því rosa góð fyrir börn sem eru að taka tennur. Hægt er að fá tannkremið með fimm ávaxtabragðtegundum, en krakkarnir mínir elska þetta tannkrem og vilja helst bursta sig oftar en kvölds og morgna, tannkremsins vegna.

Tannburstarnir frá Jack N´Jill eru dásamlega mjúkir og mæli ég algjörlega með þeim fyrir börn sem eru að byrja að fá tennur, þar sem oft er bert tannhold við hliðina á nýrri tönn. Hárin eru það mjúk að barnið myndi ekki finna neitt til þó tannholdið sjálft sé óvart burstað með. Það frábæra við tannburstan er að hann er gerður úr kornsterkju og brotnar hann því fljótt og örugglega niður í náttúrunni.

Einnig er hægt að fá dásamlega falleg glös undir burstana og tannkremið, sem búin eru til úr bambus og hrísgrjónahýði. Glösin eru BPA, PVC frí og laus við þalöt. Þessi þrjú efni eru aðaleiturefnin sem finna má í plasti, og getur farið út í mat og drykk sem við neytum. Hægt er að velja úr 4 tegundum mynda á glasinu, en allar eru þær ofboðslega fallegar. Glösin eru handgerð og brotna niður í náttúrunni.

Ég sjálf er með mjög viðkvæmt tannhold og glími við tannholdseyðingu, sem er ekki skemmtilegt. Tannlæknirinn minn bannaði mér að nota tannbursta með hörðum hárum og tannkrem frá Colgate, þar sem er svo mikið slýpiefni í þeim tannkremum sem eyða tannholdinu. Ég var því mjög lukkuleg að fá einnig tannbursta og fullorðinstannkrem frá Infantia, úr merkinu NFCO.

Tannkremið er dásamlegt sem og tannburstinn sem er afar mjúkur en burstar samt virkilega vel. Það blæðir nánast ekkert úr tannholdinu á mér þegar ég bursta með honum. Tannburstarnir frá NFCO brotna niður í náttúrunni ásamt pakkningunni en  handfangið á tannburstanum er búið til úr óerfðabreyttri kornsterkju og hárin eru úr næloni sem eru laus við BPA.

Þegar ég nota þennan bursta og tannkrem finnst mér allt róast mjög í tannholdinu, en tannkremið inniheldur kalíumnítrat sem hjálpar til við að draga úr einkennum þegar fólk er með viðkæmar tennur og tannhold. Öll NFCO tannkremin innihalda 70% lífræn efni og eru þau framleidd í Ástralíu. Tannkremið er sérstök gel formúla með ástralskri myntu og inniheldur ríkulegt magn af Xylitoli, sem kemur í stað flúors. Einnig er tannkremið laust við “SLS” og önnur skaðleg efni.

Það er gaman að segja frá því að áströlsk mynta á uppruna sinn í villtri náttúrinni í óspilltum regnskógum og vatnaleiðum austur Ástralíu. Myntan er þekkt fyrir sitt ferska bragð og er notuð af áströlskum frumbyggjum í læknisfræðilegum tilgangi.

Tannkremið er: Vegan – Óerfðabreytt – Flúorlaust – Án parabena – Glútenlaust – Án soja – Sykurlaust – Engin gervi bragð- eða litarefni – “Cruelty Free” – án “SLS” (sodium laureth sulfate)

Frá merkinu Jack N´Jill má einnig finna húðvörur fyrir barnið sem lykta svo dásamlega vel. Sweetness línan er upplífgandi blanda frá Jack N’ Jill með þykkni úr áströlskum appelsínu perlum og lífrænni kókosolíu. Lyktin er allt öðruvísi en af mörgum barnavörum sem eiga það oft til að lykta mjög svipað eða alls ekkert. Lyktin af þessum húðvörum er mild og sæt, hálfgerð mild Húbba Bubba lykt.  Krökkunum finnst hún æði.

Húðvörurnar eru allar náttúrulegar og innihalda náttúruleg þykkni og lífrænar olíur sem hreinsa og næra húð fjölskyldunnar. Hægt er að fá sjampó/kroppasápu, freyðibað og rakakrem. Mér finnst rakakremið sérstaklega gott en það mýkjir og nærir húð barnanna minna, sem eiga það til að vera þurr og með exem. Ég get get því 100 % mælt með því.

Ein vara sem ég á frá Infantia sló algjörlega í gegn hjá mér. En það er Ubbi fata/tunna Það er fata undir baðdótið. Hver kannast ekki við óreiðuna í baðkarinu eftir bað barnanna og svo næst þegar maður ætlar að nota baðið er allt morandi í leikföngum ??

Ohh það fer svo í taugarnar á mér, og því var ég alsæl þegar ég fékk þessa snilldarfötu. Ubbi tunnan er frístandandi og er sérstaklega hönnuð til að auðvelda tiltektina á baðherberginu. Með henni er einfalt að sópa leikföngunum upp úr baðkarinu með því að halda í handföngin á tunnunni. Tunnan er svo sett í stand sem fylgir, en stór götin á botni tunnunnar tryggja að leikföngin þorna hratt og vatnið safnist í standinn þar sem auðvelt er að hella því úr.

Snilldin ein !!

Baðleikföngin frá Ubbi eru heldur ekki af verri endanum. Krakkarnir fengu Stack & splash hákarla sem hannaðir eru til þess að auðga ímyndunarafl barna í baði. Höfrungarnir fljóta, hægt er að fylla þá og hella úr þeim í hvorn annan og skvetta úr þeim. Möguleikarnir eru því ótal margir, en þeir staflast ofan í hvorn annan til að auðvelda geymslu á þeim, sem er líka plús.

Squeeze’n switch baðdótið er líka frábær hönnun frá Ubbi. Það er kreistidót í baðið sem hægt er að sprauta vatni úr. Það sem er svo snilldarlegt við þau er að hægt er að opna þau svo það myndast engin mygla eins og oft vill gerast og það má setja þau í uppþvottavél.

Mér finnst vörurnar í Infantia svo fallegar og vandaðar þar sem allt er útpælt við hönnun þeirra og framleiðslu. Ég get því ekki annað en mælt með því að þið kíkjið inn á Infantia ef ykkur langar í það besta fyrir þig og barnið.

Knús

María 

 

 

 

No Comments Write a comment

Please add an author description.

No Comments

Leave a Reply

Pin It on Pinterest