I Am Happy

Yngri kynslóðin

-Samstarf-

Barnavöruverslunin I Am Happy fagnar 5 ára afmæli sínu nú í nóvember, og af því tilefni ætlum við að fara í gjafaleik saman.

I Am Happy er vefverslun með vítt úrval af vörum fyrir börnin og er verslunin ein af mínum uppáhalds. Þar er að finna mikið og breytt vöruúrval af gæðavörum fyrir börn frá fæðingu og upp úr. Allt frá skemmtilegum leikföngum og gjafavöru upp í barnavagna, kerrur og bílstóla. Þar er t.d. að finna gæðavagna og kerrur frá Silver Cross ásamt ungbarnastólum, skiptitöskum og ýmsu fleiru fyrir ungabarnið. Leikföng frá merkjunum Ohh Noo, Lúlla By Roro, Monchhichi, Magni og mörgum fleirum merkjum sem þið getið séð inn á síðunni iamhappy.is 

Einnig leggur verslunin metnað í að bjóða upp á fjölbreytt úrval af fallegum, þægilegum og vönduðum barnafatnaði úr lífrænni bómull sem börnin elska. Íslenska merkið Mói fæst t.d. í I Am Happy en það er vandaður gæðafatnaður sem er í senn mjúkur, fallegur og þægilegur fyrir börnin.

Reynir Leo og Mikael í fötum frá merkinu MÓI sem fæst í I Am Happy 

Pokabuxur sem eru í senn töffaralegar og þægilegar 

Þægileg föt í leik og starfi, skyrturnar eru með teygjanlegu efni og buxurnar mjúkar og þægilegar 

Glaðir bræður 🙂

Viktoría Alba í fagurbláum kjól frá merkinu MÓI

Svo fallegur og klæðilegur kjóll. Hægt að nota jafnt spari og á leikskóla 

Þegar ég versla leikföng fyrir börnin mín þá langar mig að hafa þau skemmtileg og ekki síður falleg, vönduð og endingargóð. Ekki skemmir svo fyrir að þau séu líka prýði fyrir heimilið. Sparkbílar eru t.d. að mínu mati mikið herbergisprýði í herbergjum barnanna og ekki síður skemmtilegir fyrir þau að leika sér á. Mér finnst þetta skipta máli því leikföng taka sitt pláss og eru áberandi inn á heimilinu og sérstaklega í barnaherbergjunum.

Fyrir utan falleg leikföng í I Am Happy er þar einnig að finna nánast allt sem til þarf til að gera fallegt barnaherbergi fyrir bæði kynin. Himnasængur, rúmföt, mottur, falleg posters og alls kyns skraut eins og óróa, ramma, dótapoka, leikteppi og margt fleira.

Fallegur sparkbíll sem var jólagjöf frá langömmu siðustu jól og keyptur í I Am Happy, fallegur bakpoki og púði í stíl einnig úr I Am Happy. 

Mikið af sniðugum gjöfum má  finna inn á I Am Happy og þar er einnig hægt að kaupa gjafabréf

 

Bakpoki úr I Am Happy en hann hefur komið að góðum notum þegar börnin vilja taka með sér leikföng í bílinn eða til vina. Pappapokinn er algjör snilld en í honum geymum við búninga, rúmteppið og púðana sem tekið er af rúminu á kvöldin 

Fallegu myndirnar á veggnum eru úr I Am Happy og eru frá merkinu Little Folk en þær koma í takmörkuðu upplagi 

Fallegar myndir og svanur sem er eitt það fallegasta í barnaherbergið sem ég hef séð. Smá surprise !!!  Í samstarfi við I Am Happy ætlum við að gefa einn svona svan í instagramleik en nánar um það á eftir 

Ég er búin að finna það út að fyrir mína parta eru leikföng sem maður kaupir í þessum hefðbundnu dótabúðum ekki eins vönduð í dag og þau voru áður fyrr. Samt eru þau ekki að kosta neitt minna en betri leikföngin úr vefverslunum eins og I Am Happy.

Mín reynsla er sú að þau endast mun styttra og eru  að mínu mati oft ljót og draslaraleg. Þess vegna er ég afar glöð að til eru verslanir eins og I Am Happy sem er með mikið og vítt vöruúrval af fallegum og vönduðum vörum og leikföngum fyrir börnin sem endast og eru tímalaus í hönnun og útliti.

Hversu fallegur er þessi vagn ?? Hann er dæmi um fallegt og vandað leikfang sem er skemmtilegur fyrir börnin en jafnframt svo fallegur í herbergi 

Litla Viktoría Alba í skýjunum með fallega vagninn en ég held að það sé ekki til fallegri dúkkuvagn í veröldinni en þessi <3

Vagninn er ekki bara leikfang heldur líka mikið húsprýði, auk þess að vera sterkur og vandaður

Litla falleg með fallega vagninn sinn 

 Ég mæli svo með þvi að þið kíkjið á netið á þessa afar fallegu verslun sem er ein af fyrstu vefverslunum af þessum toga hér á landi, og er búin að vera starfandi í heil 5 ár. Þar er frábæra og persónulega þjónustu að fá en vörurnar eru keyrðar heim að dyrum til þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Svo er póstsent til þeirra sem búa á landsbyggðini.

En nú að instagramleiknum. Í samstarfi við I Am Happy ætlum við að gefa heppnum fylgjanda okkar á instagram einn svona fallegan svan.

Til að taka þátt í leiknum þurfið þið

– Að followa mig á @paz.is og I Am happy á @iamhappyis

-Læka myndina af svaninum

-Setja bleikt hjarta ef stelpa á að fá hann og nafnið á stúlkunni

-Setja blátt hjarta ef strákur á að fá hann og nafnið á drengnum

-Dregið verður úr leiknum þann 19 nóvember nk. kl 22:00

 

 

Munið að taka þátt í leiknum

knús

María 

No Comments Write a comment

Please add an author description.

No Comments

Leave a Reply

Pin It on Pinterest