Hvítur House Bird er jólagjöfin í ár

Heimili

Eruð þið lost með hvað á að gefa í jólagjöf ? Ég er með svarið. Hvítan Eames House Bird úr Pennanum. Ég get lofað ykkur að enginn verður svikinn af honum. Enda um alveg einstaklega fallegan hlut að ræða, sem er mikið prýði fyrir þá sem kunna að meta fallegar hönnunarvörur.

Hvíta úgáfan af fuglinum verður framleidd í  takmörkuðu upplagi  frá 1 Nóvember 2017 til 31 janúar 2018, og verður til í verslun Pennans meðan birgðir endast. Því myndi ég hafa hraðar hendur ef ykkur langar að ná ykkur í eintak. Fuglinn er á tilboðsverði til jóla, í bæði svörtu og hvítu hjá Pennanum.

Þegar ég flutti hingað inn í húsið var það fyrsta sem ég fékk mér svartur Vitra Eames House Bird. Ég hef heillast af þessum fugli alla tíð frá því ég sá hann fyrst og finnst hann alveg miðpunkturinn í stofunni. Nú finnst mér mjög mörg íslensk heimili vera komin með svarta fuglinn og ekkert nema gott um það að segja.

Ég hef alltaf verið rosalega mikið fyrir hvítt alveg frá því ég man eftir mér, þá sérstaklega í innanstokksmunum eins og sófum, gardínum, innréttingum o.þ.h. Því varð ég hoppandi glöð að sjá að það væri komin á markað hvítur House Bird, sem ég var svo heppin að fá að gjöf frá Pennanum. Ég held að það verði ekkert á þessu ári sem toppi þá gjöf ef ég á að vera hreinskilin. Ekkert nema kannski föndruðu jólagjafirnar frá börnunum mínum.

Eames House Bird og Eames stólar úr Pennanum Húsgögn

Það eru örugglega margir þarna úti sem halda að Pennin sé bara bókabúð, en það er fjarri lagi. Penninn í Skeifunni selur hágæða hönnunarvörur, allt frá litlum skrautmunum til húsgagna. Þar keypti ég t.d. Eames stólana mína í borðstofunni.

Ég er mjög hrifin af hönnun Eames hjónanna, án þess að ég viti svo sem mikið um hönnun, né eltist eitthvað sérstaklega við hönnunarvörur. Það sem þarf til að gleðja mig er ekki bara eitthvað nafn heldur að varan sé falleg og notagildið í lagi. Það má með sanni segja að Eames hjóninn hafi haft þessi atriði í huga enda vörurnar þeirra með eindæmum fallegar og með gott notagildi. Auk þess eru þær mjög stílhreinar og einfaldar.

Geggjaður við svartan vegg 

Það er í raun alveg merkilegt að hugsa til þess að Eames hjóninn hafi verið starfandi á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Hönnun þeirra er svo ótrúlega nútímaleg, en það er kannski hægt að segja að hönnun þeirra sé tímalaus.

Í þannig hönnun er ég einmitt til í að fjárfesta. Tímalausir hlutir geta fylgt manni um ókomna tíð án þess að fara úr tísku. Það er óhætt að segja að Eames hjóninn hafi verið langt á undan sinni samtíð enda vörurnar þeirra mjög ráðandi á nútímaheimilum, eins og t.d. stólarnir þeirra og House Bird fuglinn svo dæmi sé tekið.

Það er eiginlega alveg merkilegt að hugsa til þess að þessi  dásamlega fallegi fugl, sem er svo mikið inn núna, sé ekkert nýr af nálinni. House Bird varð vinsæll um 1950 vegna Eames hjónanna sem hönnuðu ekki fuglinn upprunalega. Þau í raun gerðu hann vinsælan en þau höfðu keypt sér útskorin tréfugl á ferðalagi í Appalachia fjöllunum.

Fuglinn sem þau keyptu var upprunalega gerður árið 1910 af hjónum sem sérhæfðu sig í að gera fuglamódel fyrir veiðimenn. Fuglinn varð svo miðpunkturinn í stofu Eames hjónanna sem vakti síðan gríðarlega athygli um 1950 þegar þau byrjuðu að hafa hann með á myndum af vörunum sínum. Fuglinn varð síðan einkennandi fyrir Eames hjóninn, en Vitra tók svo þrívíddarmynd af fuglinum og hóf að framleiða hann í núverandi mynd, með gríðarlegum vinsældum, enda algjört meistaraverk að mínu mati.

Hvíta útgáfan af fuglinum var á jólagjafaóskalistanum mínum og ég veit að það er mörgum þarna úti sem langar í einn hvítan eða svartan.

Mikið á sá sem fær House Bird í pakka eftir að verða glöð/glaður. Langar þig ekki að vera sá sem sá um þá gleði ? Drífðu þig þá og nældu í einn House Bird handa þeim sem þér þykir vænt um, eða gefðu jafnvel sjálfum þér hann í jólagjöf.

Þangað til næst

Knús

María 

 

No Comments Write a comment

Please add an author description.

No Comments

Leave a Reply

Pin It on Pinterest