Holl og góð Smoothie skál sem gefur jafna orku yfir daginn

höf: maria

Þessi dásamlega fallega Smoothie skál er ekki bara falleg heldur einnig meinholl og gefur jafna og góða orku yfir daginn. Hún er seðjandi og helst ég södd af henni í marga marga klukkutíma.

Einnig er hún góð fyrir hormónana og gædd góðri fitu sem hjálpar meltingunni. Hvað er eiginlega hægt að biðja um meira í einni skál ??

Hana er ótrúlega einfalt og fljótgert að gera og er hún svoooo fersk og bragðgóð, eins og hinn besti sorbet ís. Ég mæli með því að þið fjárfestið í nokkrum innihaldsefnum sem ég nota alltaf í skálina.

Þau eru öll lífrænt ræktuð og endast vel og lengi enda í stærðarinnar pakningum. Þessi innihaldsefni eru á þessari mynd og ég skal fara yfir það hvar ég kaupi þau og hvað hvert og eitt gerir gott fyrir kroppinn.

  1. Fyrsta sem er á myndinni er Hörfræolía sem er svakalega góð fita fyrir heilann og meltinguna. Hún gefur seddu og er afskaplega góð fyrir hárið en hún gefur því mikinn glans. Þessa hörfræolíu kaupi ég í Fræinu í Fjarðarkaup en ástæðan fyrir því að ég vel hana er að hún er ekki með þetta hræðilega mikla bragð sem sumar hörfræolíur eru með.
  2. Pokinn með berjunum og fræjunum er fræblanda sem ég kaupi í Costco. Þau eru ótrúlega góð einnig fyrir meltinguna og ekki síður fyrir hormónana. Ef þú þjáist af fyrirtíðarspennu, eða annarskonar hormónaójafnvægi, þá hjálpa þessi fræ mikið til við að bæta það vandamál.
  3. Acai duftið á myndinni kaupi ég annað hvort í Fjarðarkaup eða Nettó, þetta er jurtaprótein með Acai dufti og rosalega bragðgott. Það gefur smoothie skálinni enn betra bragð en það má samt alveg sleppa því. Samt reyni ég alltaf að setja eins og eitthvað prótein í hana til að vera södd lengur og fá betri fyllingu.
  4. Kakónibburnar sem eru á myndinni kaupi ég í Costco líka, en þær eru þær langbestu sem ég hef smakkað. Þær eru bæði bragðgóðar og einnig stökar en samt mjúkar, þegar bitið er í þær. Mér hefur oft fundist aðrar tegundir vera mjög rammar á bragðið og svo harðar að þær brjóta næstum í manni tennurnar.

Þetta er ekki flókið en þetta og ég mæli svo með þessu alla morgna eða jafnvel í hádeginu og ég lofa að þið verðið ekki svikin.

Ekki bara gott heldur líka fallegt og hér má alveg skreyta með ætilegum blómum en vissirðu að það má borða Fjólur ?

Holl og góð Smoothie skál sem gefur jafna orku yfir daginn

Þessi dásamlega fallega Smoothie skál er ekki bara falleg heldur einnig meinholl og gefur jafna og góða orku yfir daginn. Hún er… Hollusta Holl og góð Smoothie skál sem gefur jafna orku yfir daginn European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • Frosin bláber
  • Sykurlausa möndlumjólk (fæst í Bónus)
  • 1 msk fræblönduna góðu
  • 2 tsk hörfræolía
  • 1-2 msk frutein duftið með acai bragði
  • 1 msk chiafræ
  • 1 msk hlynsíróp lífrænt (fæst í Bónus)
  • Stundum set ég 1 msk lífrænt hnetusmjör en ekki alltaf

Til að toppa þarf

  • Goji ber
  • Banana
  • Kakónibbur
  • Hampfræ
  • Pekanhnetur

Aðferð

  1. Ég nota alltaf Ninja blandara með minna glasinu í verkið, en það er samskonar blandari og Nutribullet blandari.
  2. Ég set eins og hálft glasið af bláberjunum og helli svo möndlumjólkini yfir jafn hátt og bláberin ná.
  3. Svo er restinni af innihaldsefnunum bætt út í og blandað í blandaranum þar til það er orðið silkimjúkt og kekkjalaust.
  4. Þá helli ég því í fallega skál og toppa með ofantöldu, en magnið fer alveg eftir smekk. Ég reyni að hafa það svona eins og það lýtur út á myndunum hjá mér.

Punktar

Uppskriftin miðast við einn, tvöfaldið eða þrefaldið ef þið viljið hafa fyrir 2 eða fleiri. Ofan á má líka nota haframjöl, kornflakes ber að ykkar val og bara hvað sem ykkur dettur í hug.

Verði ykkur að góðu

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here