Heimabakað Baguette brauð

höf: maria

Þetta Baguette brauð er algjör snilld. Það er mjög auðvelt og tekur stuttan tíma að gera. Það liggur við að það sé fljótlegra að baka það sjálfur en að fara út í bakarí til að kaupa eitt slíkt.

Brauðið slær alltaf í gegn hvort sem það er borðað með mat eða með ostum og áleggi. Og svo er líka hægt að nota það til að smyrja snittur, en það gerði ég í brúðkaupinu mínu og runnu þær út á núll einni.

Ég mæli með að þið skellið í eitt svona brauð. Þið eigið ekki eftir að trúa því hversu létt það er að gera það og hversu vel það smakkast !

Svo er líka alltaf hægt að frysta það og hita upp í ofninum svo það verður eins og nýbakað. Úr einni uppskrift fáið þið 2 brauð.

Berist fram með mat, ostum eða tapas snittum . Svo er líka hægt að gera góðar langlokur úr því.

Heimabakað Baguette brauð

Þetta Baguette brauð er algjör snilld. Það er mjög auðvelt og tekur stuttan tíma að gera. Það liggur við að það sé… Bakstur Heimabakað Baguette brauð European Prenta
Serves: 2 brauð
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 4 bolla hveiti
  • 2 tsk salt
  • 2 msk hunang
  • 1 bréf þurrger eða 1 1/2 matskeið
  • 1 1/2 bolla af volgu vatni

Aðferð

  1. Ger og hunang er sett saman í skál og hálfum bolla af volgu vatni hellt yfir. Látið standa í 5 mínútur þar til það er byrjað að freyða og orðið eins og þykkt lag ofan á blöndunni.
  2. Því næst er hveiti og salt sett saman í skál og kveikt á hrærivélinni. Gerblöndunni er hellt smám saman út í. Ef þið eruð ekki með hrærivél þá hellið þið örlítið í einu af blöndunni út í hveitið.
  3. Næst er allt að einum bolla af volgu vatni bætt við deigið smátt og smátt, meðan hnoðarinn hnoðar. Ef deigið verður of blautt bætið þá við hveiti.
  4. Þegar deigið er búið að hringa sig í eina kúlu í kringum hnoðarann þá er það tilbúið.
  5. Látið hefast í skál með stykki yfir í 30 mínútur.
  6. Þegar það er búið að hefast er hveiti sett á borð eða bretti, og deigið hnoðað í kúlu.
  7. Deiginu er því næst skipt í tvennt og smá hveiti sáldrað yfir deigið og á kökukeflið.
  8. Fletjið hvern part út í 1-1,5 cm þykkan sívalning, eða ferning, og rúllið svo deiginu upp eins og þið væruð að gera kanilsnúða. Síðast er svo endinn togaður yfir og brettur undir sitthvorn endann.
  9. Skerið næst ræmur eða mynstur í brauðið og byrjið að hita ofninn á 210 C°. Leyfið því svo að hefa sig aftur í 10-20 mínútur undir stykki.
  10. Þegar það er búið að hefa sig á ný er gott að sprauta á það vatni, rétt aður en það fer í ofninn, til að fá stökka skorpu.
  11. Setjið að lokum klaka í bökunarskúffu og setjið í botninn á ofninum. Bakið svo brauðið á grind með smjörpappír í 15 til 20 mínútur eða þar til það er orðin gullin skorpa á því.

Verði ykkur að góðu

Knús

María 

10 Athugasemdir
3

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

10 Athugasemdir

Sigríður March 24, 2019 - 3:59 pm

Sæl María
Takk fyrir þessa uppskrift. Þetta brauð er mjööög gott og allir í fjölskyldunni sammála um það, bæði ungir og gamlir. Ég er mikil brauðgerðarkona en hef aldrei bakað baquette áður, vissi ekki að það ætti að fletja út og rúlla upp! Þetta brauð verður oft á boðstólum hjá mér, greinilega 🙂
Kveðja
Sigríður

Svara
maria March 27, 2019 - 11:29 am

Æ en dásamlegt að heyra við hérna á þessu heimili elskum þetta brauð líka og það skemmir ekki fyrir að það er svo auðvelt að gera það 🙂 Takk fyrir skilaboðin 🙂

Svara
Inga March 31, 2019 - 1:06 pm

Ég skil ekki alveg hvað þú gerir við þetta kefli? Bakaru það með? Það stendur ekkert um hvort það eigi að taka það út aftur 🙁

Svara
maria April 2, 2019 - 4:09 pm

Sæl Inga

Er ekki alveg að skilja spurninguna en ef þú átt við kökukeflið þá er það bara notað til að fletja út deigið 🙂 Ég set það ekki inn í eða neitt þannig.

Deiginu er svo rúllað upp eins og þegar maður gerir kanilsnúða og endarnir brettir undir, svo er skorið í brauðið aðeins ofan á og sett þannig inn í ofn 😉

Vonandi svaraði þetta spurningunni

kær kv María

Svara
Ingibjörg Jónsdóttir April 13, 2020 - 11:19 pm

Sæl,

Ertu að setja mikið af klaka í skúffun ?
Má kannski bara setja vatn ?
sáldrað yfir deigið og á kefli. Og svo hvað meinar þú með þessu ?
Bkv. I

Svara
maria April 22, 2020 - 10:33 am

Sæl

afsakaðu sein svör sá ekki skilaboðin fyrr, já það er í lagi að setja bara vatn í skúffuna.

Það sem ég meina með að sáldra hveiti yfir deigið og kökukeflið er bara að setja ögn af hveiti yfir deigið og smá á keflið líka svo það límist ekki á keflið 😉

Svara
Birna February 18, 2021 - 5:15 pm

“Setjið að lokum klaka í bökunarskúffu og setjið í botninn á ofninum”

Hvað er átt við hér?
Ég er að baka brauð í fyrsta skiptið. 🙂

Svara
maria February 22, 2021 - 2:31 pm

Bara að setja klaka í ofnskúffu (ekki þa´sömu og brauðið fer á) og setja þá skúffu á botninn eða neðst í ofninn, þarft samt ekkert að gera það má líka setja bara brauðið inn án þess 🙂 Þetta er gert upp á að hafa raka í ofninum en ekki nauðsynlegt

Svara
Ragnhildur Ólafsdóttir April 4, 2023 - 3:35 pm

Sæl María!
Ég er nokkrum sinnum búin að baka þetta brauð þitt. Fjölskyldan hefur stundum átt frumkvæðið og spurt hvort ég geti ekki bakað Paz baguette brauðið fyrir kvöldmatinn. Frábært brauð. Kærar þakkir fyrir.
Ragnhildur.

Svara
maria March 7, 2024 - 11:40 am

Sæl Ragnhildur og afsakaðu seint svar. Mikið finnst mér gaman að heyra og takk fyrir hvetjandi skilaboðin 🙂

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here