Geggjaðar vörur hjá Vila og Name It fyrir haustið og veturinn

Lífstíll & heilsa Yngri kynslóðin
Færslan er unnin í samstarfi við Name It og Vila

Eitt af því sem skiptir mig miklu máli þegar ég versla mér föt er að ég geti keypt mér góða og vandaða flík á viðráðanlegu verði. Þetta á einnig við um þegar kemur að börnunum mínum, en það er ekki sjaldan sem ég þarf að kaupa barnaföt með 3 lítil kríli, öll á sitthvoru árinu. Þar af leiðandi er ég búin að koma mér upp nokkrum uppáhaldsverslunum sem ég versla oftast í og eru Vila og Name It í þeim flokki.

Viktoría Alba í kjól úr nýjustu línunni úr Name it, en kjóllinn er virkilega fallegur, mjúkur og frábær í sniðinu. Hentar jafnt í veislur eða á leikskólann.

Name it er barnavöruverslun sem staðsett er bæði í Smáralind og Kringlunni. Þar er að finna gott og fjölbreytt úrval af barnafötum á bæði stráka og stelpur frá 0-12 ára. Þar er hægt að kaupa allt frá nærfötum til yfirhafna og útigalla og allt þar á milli. Fötin eru ofboðslega falleg og vönduð og á mjög viðráðanlegu og sanngjörnu verði.

Þegar ég kaupi föt á krakkana mína reyni ég alltaf að finna eitthvað sem er ekki bara fallegt heldur líka þægilegt fyrir þau að vera í og fyrir mig að klæða þau í. Einnig finnst mér skipta máli að flíkurnar þoli þvott og þurrkara. Reynslan af fötunum hjá Name it hefur sýnt mér að fötin eru úr vönduðum efnum þar sem þau koma eins og ný úr þvotti. Það sem ég geri samt alltaf er að kaupa númeri stærra á börnin mín ef flíkin á að fara í þurrkara, þar sem föt hlaupa í þurrkara og stundum alveg um eina stærð.

Þessi kjóll er bara geggjaður í alla staði, en hann fæst einnig í hvítu með svörtum röndum.

Fötin í Name it eru ekki bara falleg og þægileg, heldur líka skemmtileg fyrir augað og með skemmtilegum fítusum eins og sjálflýsandi augum á þessum kisum. Það finnst krökkunum sko ekki leiðinlegt 

Vörurnar hjá Name it eru alveg einstaklega fallegar núna og er mikið að finna í ferskjubleiku á stelpurnar. Einnig eru fötin á strákana mjög falleg og töff en að þessu sinni ætla ég að sýna ykkur aðeins brot af því nýjasta fyrir stelpurnar. Það er rosa gott úrval hjá þeim núna og eru úlpurnar t.d. alveg geggjaðar. Einnig er þar að finna pels sem ég bara stóðst ekki að fá á Viktoríu Ölbu og svo fékk ég mér einn í stíl í Vila, en í svörtu. Okkur finnst sko ekki leiðinlegt að geta klætt okkur eins og fínar frúr í flotta gerfipelsa sem ég bara elska að vera í. Pelsinn er hlýr og svakalega mjúkur að mig langar helst að vefja hann um mig eins og teppi upp í sófa þegar mér er kalt á kvöldin.

Þessi pels er bara guðdómlegur hann er svo fallegur og á mjög góðu verði

Við mæðgur að skvísa okkur upp í pelsunum okkar

Úff þessi pels, love it 

Í Name it getið þið fundið þægilegan og mjúkan fatnað á börnin í fallegum litum með réttum sniðum og sem eru í senn þægileg og mjúk að vera í. Það er eitt sem víst er að börnin mín allavega elska að vera í fötunum frá þeim.

 

Hversu sætt er þetta dress ? Hlébarðabuxur í gráu og svörtu við ferskjubleikan fallegan langermabol, en þessi litur er í algjöru uppáhaldi hjá mér þessa dagana

Það fæst einnig kjóll úr sama efni og buxurnar á myndunum fyrir ofan og fæst þetta bæði í þessum gráa og svo einnig í ferskjubleiku og svörtu 

Vila er guðdómlega falleg kvenfataverslun sem einnig er staðsett í Smáralind og Kringlunni. Þar er að finna mikið úrval af fallegum kvenfatnaði ásamt, yfirhöfnum, skóm, töskum og ýmsum fylgihlutum eins og skartgripum, sólgleraugum, húfum og fallegum stórum djúsí treflum. Ég er rosalega veik fyrir hlýjum og góðum kósýpeysum, en þar er að finna mikið úrval af þeim. Peysurnar eru ekki bara fallegar heldur rosalega þægilegar líka og ekki skemmir fyrir hversu gott verð er á þeim, eins og á öllu öðru í versluninni.

Þessi peysa er geggjuð, þvílíkt mjúk og svo er trefillinn þvílíkt kósý og einnig hægt að nota sem sjal eða yfirhöfn, enda svakalega hlýr 

 

 

Þetta sjal er hverrar krónu virði 

Í Vila er einnig að finna fallegt úrval af vönduðum og góðum skóm 

Þessi peysa er þvílíkt mjúk og falleg. Það sem ég er að elska við hana eru deteilarnir á ermunum en mér finnst þær gera rosalega mikið fyrir annars mjög einfalda og fallega peysu. 

 

Þessar ermar gera þvílíkt mikið fyrir peysuna og lúkkið 

Þessi dásamlega fallega og rómantíska blússa fæst í Vila, en hún kom einnig í svörtu og hvítu. Þeim sem langar í ættu að drífa sig á staðinn og næla sér í eina 

Þessi litur er í uppáhaldi hjá mér og svo finnst mér blúndan setja toppinn yfir i-ið án þess að vera of mikið 

Í Vila er einnig að finna mikið úrval af húfum, treflum og vettlingum og nóg af kósýpeysum fyrir veturinn 

Fyrir utan pelsinn var einnig að finna í Vila góðar dúnúlpur á frábæru verði með loðkraga og mikið úrval af jökkum og kápum.

Bæði Vila og Name It eru hluti af Bestseller keðjunni sem rekur einnig Vero Moda, Jack and Jones og Selected. Þegar vöru er skilað í Vila eða Name it gildir inneignarnótan í öllum þessum verslunum sem tilheyra Bestseller á Íslandi.

En nú ætla ég að ljúka færslunni með enn fleiri myndum af fatnaðinum úr Name it og Vila og ég myndi hafa hraðar hendur ef ykkur langar í eitthvað úr búðunum því ég hef rekið mig á það að vörurnar hjá þeim fara mjög fljótt.

Þessi fallega úlpa er ein af nýju vörunum sem var að koma í Name it og flýgur hún út eins og heitar lummur enda líka ekkert smá sæt svona rósagulllituð 

Þangað til næst

knús

María 

 

2 Comments Write a comment

Please add an author description.

2 Comments

  • Akbari Parker (wewearglam) October 18, 2017

    Loved every detail 😍 You two are soooo beautiful and my favorite ♥️ Keep these gorgeous pictures coming in 🙌🏻 we miss Iceland , and we get to see through your lense now 😄

    • maria October 18, 2017

      AAAAwww thank you so much <3 you two are also my favorite mother and daughter and I love to see all the beautiful pictures of you. Would have been nice to meet you here in Iceland but mabe next time 🙂

Leave a Reply

Pin It on Pinterest