Gamla góða Baby Ruth tertan með smá twisti

höf: maria

Uppskriftir af þessum gömlu góðu marengstertum er eitthvað sem klikkar aldrei. Hver man ekki eftir Baby Ruth marengs tertunni góðu ?? Hún er alltaf klassísk og vinsæl í veislum eða við hvers kyns tilefni.

Ég verð reyndar að viðurkenna það að mér finnst upprunalega uppskriftin ekki alveg nógu skemmtileg. Hún er þannig að þar er eingöngu einn marengsbotn og rjómi og krem á milli.

Mér fannst hún alltaf eitthvað hálf ræfilsleg þannig, svo ég ákvað að gera hana að aðeins meiri B.O.B.U eða bombu.

Breytinging felst aðallega í framsetningunni, en í stað eins marengsbotns notast ég við tvo og set súkkulaðirúsínur í rjómann á milli.

Eins og flestir vita passa salthnetur og súkkulaðirúsínur afskaplega vel saman og fannst mér það ekki spurning um neitt annað en að setja þær í rjómann.

Held að það sé óhætt að segja að kakan sé fullkomnuð. Hún krefst lítillar fyrirhafnar og mikils rjóma.

Best er að skella í marengsinn kvöldið áður og leyfa honum svo að standa í ofninum, eða upp á borði yfir nóttina. Þannig verður hann stífur og auðvelt að setja á hann.

Ég hef rekið mig á það að ef setja á á hann fljótlega eftir bakstur, á hann það til að brotna og vera ansi linur. En að setja beint á hana gerir kökuna samt aðeins mýkri ef þið ráðið við að meðhöndla marensinn frekar mjúkann.

Kremið á kökuna er það sem setur punktinn yfir i-ið. Það er dásamlega gott og gefur kökunni dýpt og gott súkkulaðibragð. Gott er að gera kremið þegar setja á kökuna saman, því það stífnar.

Passið ykkur því að gera það bara á sama tíma og þið þeytið rjómann og ætlið að setja hann á.

Gamla góða Baby Ruth tertan með smá twisti

Uppskriftir af þessum gömlu góðu marengstertum er eitthvað sem klikkar aldrei. Hver man ekki eftir Baby Ruth marengs tertunni góðu ?? Hún… Bakstur Gamla góða Baby Ruth tertan með smá twisti European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Marens:

  • 6 eggjahvítur
  • 2 tsk vanilludropa
  • 6 dl sykur
  • 2 tsk lyftiduft
  • 140 gr Ritz kex
  • 5 dl eða 200 gr salthnetur

Á milli:

  • 750 ml rjómi 
  • Súkkulaðirúsínur

Kremið:

  • 3 eggjarauður
  • 60 gr flórsykur
  • 50 gr smjörlíki
  • 100 gr dökkt súkkulaði

Aðferð

Marensin:

  1. Setjið eggjahvítur, lyftiduft, vanilludropa og sykur saman í skál og þeytið í hrærivél eða með handþeytara vel og lengi. Alveg þar til hægt er að hvolfa skálinni án þess að gumsið leki úr og hvíturnar eru alveg stífþeyttar.
  2. Setjið Ritz kexið í poka og lemjið á það með kökukefli eða hendinni og miljið. Passið að mylja ekki í duft heldur bara grófar mylsnur og bita.
  3. Blandið svo salthnetunum út í pokann með kexinu og hristið vel saman.
  4. Hellið kexinu og hnetunum út í skálina með eggjahvítunum og hrærið mjög varlega saman við. Best er að gera það með gaffli og nota mjög hægar hreyfingar, bara blanda létt saman. Ekki hræra og hræra þá fellur loftið í eggjahvítunum.
  5. Setjið næst smjörpappír á 2 ofnskúffur eða grindur og teiknið hring á pappírinn.
  6. Setjið svo marengsin á sitthvora skúffuna inn í hringinn og bakið á 170-180 C°blæstri í 25 mínútur.Hægt að setja báða inn í einu.
  7. Takið marengsin út og leyfið honum að standa á borði yfir nótt eða dag. Eða... slökkvið á ofninum og leyfið honum að vera þar inni yfir heila nótt eða dag.
  8. Það er líka alveg í lagi að taka marensinn úr ofni og láta hann kólna á borði og setja beint á hann, en þá er aðeins erfiðara að vinna með hann vegna mýktar, kakan verður strax þá til án þess að þurfa að standa neitt. 

Krem:

  1. Þeytið eggjarauður og flórsykur saman þar til það er orðið loftkennt og fluffy.
  2. Bræðið næst smjörlíki og súkkulaði saman í potti við vægan hita. Hrærið stöðugt í svo það brenni ekki.
  3. Hellið svo súkkulaðiblöndunni hægt út í eggjaraðublönduna meðan það þeytist varlega saman.

Samsetning:

  1. Látið neðri marengsin snúa á hvolf eða sárið upp. Þeytið saman 500 ml-750 ml af rjóma. Setjið svo súkkulaðihúðaðar rúsínur út í rjómann. Magn eftir smekk, ekki samt setja of mikið.
  2. Setjið rjómann á milli og næsta marengsborn ofan á með sárið niður í átt að rjómanum.
  3. Kremið er svo sett ofan á kökuna. Mér finnst best að setja mest á miðjuna og leyfa því svo að leka að hliðunum, svo það fari ekki allt á borðið. Gott að setja bara örþunnt lag á kanntana.
  4. Ef þið viljið, þá er fallegt að setja smá rúsínur og hnetur ofan á kremið, eða jafnvel fersk jarðaber og bláber.
  5. Ef þið kjósið að hafa ber, passið þá að setja þau á rétt áður en kakan er borin fram.

Punktar

Best er að skella í marengsinn kvöldið áður og leyfa honum svo að standa í ofninum, eða upp á borði yfir nóttina. Þannig verður hann stífur og auðvelt að setja á hann. Það er samt líka í lagi að taka marensinn úr ofni og láta hann kólna á borði og setja beint á hann, en þá er aðeins erfiðara að vinna með hann vegna mýktar.  Gott er að gera kremið þegar setja á kökuna saman, því það stífnar. Ef þið kjósið að setja strax á kökuna eftir að taka marensinn strax út úr ofni án þess að láta marens standa yfir nótt þá er hægt að framreiða hana strax enda strax orðin mjúk og góð. Ef þið notið hina aðferðina er betra að leyfa henni aðeins að taka sig í eins og nokkra tíma áður en hún er borinn fram.

Verði ykkur að góðu

knús

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

4 Athugasemdir

Hrefna Fil. March 28, 2018 - 4:08 pm

Takk fyrir uppskriftina. List mjög vel ä

Svara
maria March 30, 2018 - 2:16 pm

það var lítið, mín var ánægjan 🙂

Svara
Kolbrún Halla May 30, 2018 - 10:09 pm

Takk fyrir að deila þessu öllu, ég er yfir mig hrifin af eiginlega öllu sem þú gerir og setur inn hérna…..finnst allt svo flott og um leið líka svo einfalt……. Takk Takk Takk !!!

Svara
maria June 2, 2018 - 7:00 pm

kærar þakkir fyrir það 🙂 mikið gleður það mig að heyra og mín er bara ánægjan <3

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here