Furðulega fyllt Baguette sem stela senunni og slá í gegn

höf: maria

Þriðja og síðasta uppskriftin úr færslunni um 3 ára afmæli Mikaels, sem mér fannst verðskulda eigin færslu, eru þessi klikkað góðu fyllt Baguette brauð.

Þessi uppskrift á örugglega eftir að koma ykkur skringilega fyrir sjónir. Samsetningin á fyllingunni er frekar furðuleg svona á blaði.

Það sem er svo frábært við þetta er að bragðið er svo gott og kemur alltaf á óvart. Ég eiginlega kann ekki einu sinni að lýsa því hvernig þetta smakkast á annan hátt en frábærlega, og slær þetta alltaf í gegn í öllum veislum hjá mér.

Þetta er engu líkt sem ég hef smakkað áður, og því get ég ekki gefið ykkur hint. Þið bara verðið að prófa þetta sjálf og sjá að ég er ekki að skrökva hversu gott þetta er.

FURÐULEGA FYLLT BAGUETTE SEM STELA SENUNNI OG SLÁ Í GEGN

Þriðja og síðasta uppskriftin úr færslunni um 3 ára afmæli Mikaels, sem mér fannst verðskulda eigin færslu, eru þessi klikkað góðu fyllt… Afmæli Furðulega fyllt Baguette sem stela senunni og slá í gegn European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 1 pakki frosin Baguette brauð frá la Baguette (fást í frystinum í Bónus, Fjarðarkaup og Hagkaup) ekki nota venjuleg úr bakaríi
  • 1 lítil dós Gunnars mayones (250gr)
  • 1 dós sýrður rjómi með graslauk (þessi í grænu dósunum)
  • 2 epli
  • 1/3 gúrka
  • 1 bréf spægipylsa
  • 1/2 rauð paprika
  • 1/2 græn paprika
  • 1/2 rauðlauk
  • papríkuduft

Aðferð

  1. Afþýðið brauðið í umbúðunum
  2. skrælið eplin
  3. Hrærið saman mayones og sýrðum rjóma í stóra skál
  4. Skerið eplin niður í bita (svona ferninga)
  5. Saxið restina af grænmetinu og spægipylsuna smátt
  6. Hrærið svo öllu saman við mayones blönduna
  7. Kljúfið brauðið í tvennt eins og hamborgarabrauð og setjið fyllinguna á milli.
  8. Spreyið á brauðið vatn úr úðabrúsa og stráið smá papríkukryddi yfir brauðin
  9. Bakið á 200°C í 15-20 mín eða þar til brauðin eru orðin gyllinbrún og fyllingin orðin heit.

Þið eigið ekki eftir að verða svikin af þessu, því get ég alveg lofað ykkur.

Knús

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

4 Athugasemdir

Sigurveig Arnardóttir September 13, 2018 - 8:16 pm

Hæ María.

Ég er mjög spennt fyrir þessari uppskrift. En hvernig epli notar þú, rauð, græn eða gul ?

Svara
maria September 13, 2018 - 8:27 pm

Hæ hæ

ég nota oftast gul með mattri húð, ekki þessi grænu með glansandi húðinni því þau eru rosa súr.

Hef samt oft notað líka rauð og jonagold og það er mjög gott líka 🙂

Svara
Asta September 13, 2018 - 8:56 pm

Hæ. Hvað eru þessar “dósir” mikið í dl?

Svara
maria September 14, 2018 - 1:48 pm

Nú bara er ég ekki viss því miður því ég nota alltaf litla dós af Gunnars Mayonesi og svo eina dós af sýðurm 🙂

Sá að litla dósin af Gunnars er 250 ml og sýrði er 180 gr

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here