Ég er algjörlega ástfangin af……..

Lífstíll & heilsa

Nýju húðvörunum mínum sem ég var að fá að gjöf frá snyrtivöruversluninni Nola. Í langan langan tíma er ég búin að vera að bölva því hvað húðin á mér er illa farin, og ekki hefur hún farið batnandi með vaxandi streitu, aldri, svefnleysi og stressi. Núna undanfarið er ég svo búin að vera að glíma við hrikalegt bóluvandamál.

Ég er stöðugt búin að vera að hugsa um hvað ég eigi að gera ? Hvað ég eigi að kaupa fyrir húðina ? Hvað skildi vera best fyrir mig til að koma í veg fyrir að húðin á mér haldi áfram á þennan veg ? Og mér hafa alltaf fallist hendur.

Ég hef einu sinni áður glímt við slæmt húðvandamál. Þá var ég í mjög streituvaldandi starfi sem flugfreyja. Á þeim tíma, 27 ára gömul, fékk ég í fyrsta skiptið á ævinni hræðilegar unglingabólur og húðin fór alveg í steik. Þá þurfti ég að fara þá leið að leita til húðsjúkdómalæknis sem prufaði á mig allskyns krem, sýklalyf og á endanum sterkasta og hættulegasta bólumeðalið sem til er í heiminum, Roacutane, en það þurrkar upp alla slímhúð í líkamanum og fær maður krónískan vara og nefþurrk af því. Ég legg ekki aftur í þann pakkan.

 Það er búið að vera á planinu hjá mér að finna mér einnhverjar góðar húðvörur sem henta mér og sem ég er virkilega ánægð með. Mér finnst ég allt of oft lenda á vörum sem ég verð fyrir vonbrigðum með. Svo ég var eiginlega bara búin að gefast upp. Ég var farin að sletta einhverju drasli framan í mig sem ég keypti fyrir sem minnstan pening í matvöruverslun og ekki get ég sagt að húðin á mér hafi batnað við það.

Því hefði ég ekki getað verið ánægðari þegar Karin eigandi Nola hafði samband við mig og spurði mig hvort ég vildi fá að kynnast vörunum frá Skyn Iceland. Ég kynnti mér málið og LOKSINS. Þarna voru vörurnar sem ég hafði verið að leita að og ekki vitað hvar ég átti að finna. Ég ákvað að kíkja á fund með henni og kom út með pakka af bestu vörum sem ég hefði getað hugsað mér og akkurat það sem mig vantaði.

Skyn Iceland vörurnar 

Ég er í skýjunum með þær, vægast sagt !! Það er ekki eitt heldur nánast allt við þær. Ég er mjög kræsin á snyrtivörur, þegar ég er að velja góðar alvöru vörur. Ég get jafnvel látið umbúðir fæla mig burt, áferð, útlit, lykt og fleira í þessum dúr. Þetta þarf bara að vera allur pakkinn fyrir mig og standast væntingar. Og vörurnar frá Skyn Iceland ná heldur betur að gera það…. og gott betur.

Kassarnir utan um umbúðirnar eru stílhreinir fallegir og með hnyttnum kvótum og textum sem algjörlega tala til manns og örugglega margra kvenna. Umbúðirnar eru stílhreinar, mjúkar og mátulega stórar og finnst mér gaman að hafa þær uppi við á hillu inni á baði hjá mér. Svo það sem skiptir mestu máli, innihaldið, sem er náttúrlega bara til að hrópa húrra fyrir. Lyktin, áferðin og tilfinningin sem vörurnar gefa húðinni er dásamleg. Ég er aldrei að kafna úr yfirþyrmandi lykt heldur ilma þær á mildan frískandi hátt. Áferðin þegar vörurnar eru komnar á húðina er aldrei óþægileg heldur finnst mér eins og ég sé nýkomin úr góðum göngutúr eða sundi. Þær ná að skilja eftir sig ljóma og frískleika sem ég var hætt að trúa að húðin mín gæti búið yfir. Og ekki er verra að þær eru lausar við óæskileg efni og algjörlega náttúrulegar.

Stofnandi Skyn Icleland, Sarah Kugelman,  kemur frá New York og veit svo sannarlega hvað hún syngur. Fyrir mörgum árum síðan var hún á svipuðum stað og ég er á í dag með húðina á sér. Hún lifði mjög annasömu lífi, vann of mikið og hafði lítinn tíma fyrir sjálfa sig. Hún var við það að fá taugaáfall og vissi að hún þyrfti að gera eitthvað í sínum málum.

Húðin á henni sem hafði alltaf verið eins og á postulínsdúkku fór að láta á sjá og merki um ótímabæra öldrun voru farin að sjást á húðinni, sem var þurr, líflaus og óheilbrigð í alla staði. Í leit sinni að heilbrigðara lífi kom Sara til Íslands. Ísland var landið þar sem hún taldi sig geta fundið ferskt loft, hreint vatn, ósnertar jökulár og heilbrigt fólk með fallega húð. Upp frá þessari heimsókn urðu Skyn Iceland vörurnar til. Sarah notar í þær íslenskt hráefni og þess vegna eru þær kenndar við landið okkar.

Sara Kugelman eigandi og stofnandi Skyn Iceland, hér til hægri getið þið lesið um hvað stress gerir húðinni ykkar

Skyn Iceland vörurnar eru þróaðar fyrir stressaða og illa farna húð eftir álag og amstur lífsins, og eru þær algjörlega náttúrulegar og parabenfríar og lausar við öll önnur eiturefni sem eru vanalega notuð í snyrtivörur. Ég er alveg kolfallin og glimrandi glöð að vera loksins loksins búin að finna eitthvað við mitt hæfi. Eða það er kannski réttara sagt að þær hafi fundið mig, en stóra ástin kemur svo oft til manns þegar maður er hættur að leita, er það ekki 😉 ?

 

Nú langar mig að sýna ykkur þær vörur úr Skyn Iceland línunni sem ég er að nota

 

Glacial Face Wash Andlitshreinsir

Þessi vara er algjör nauðsyn til að hreinsa húðina. Þetta er mild hreinsifroða sem má nota bæði á morgnana og kvöldin. Ég er t.d. búin að vanrækja á mér húðina með því að nota akkurat ekkert á hana á morgnana nema blautan þvottapoka :S

Í froðuna er notað íslenskt vatn og steinefni. Froðan er það mild að hún hreinsar vel húðina án þess að hafa áhrif á rakastig hennar, en hún bæði hreinsar og endurnærir húðina á sama tíma.

Það þarf ekki nema ögn af henni við hverja notkun og endist hún því mjög lengi.

Nordic Skin Peel Húðhreinsiskrúbbur með ávaxtasýrum

Þessi vara  er alveg málið. Þetta er í raun húðslípun sem tekur af efsta lag húðarinnar og minnkar opnar svitaholur, dregur úr fínum hrukkum og gefur gljáa.

Skrúbburinn inniheldur ávaxtasýrur og víðitrésbörk sem er sótthreinsandi og sér um að halda svitaholunum tandurhreinum.

Skrúbburinn kemur í 60 stk skífum og er mælt með að nota eina skífu á dag 3-5 sinnum í viku.

 

 The ANTIDOTE Cooling Daily Lotion Kælikrem með viðgerð

Þetta krem finnst mér alveg geggjað. Það kælir húðina þannig að manni líður eins og maður hafi verið að koma úr frískandi göngutúr. Einnig finnst mér það róa húðina niður um leið. Kremið gefur mjög góðan raka og er olíulaust.

Þegar húðinni skortir raka er hún mun viðkvæmari fyrir útbrotum, þurrki og ótímabærri öldrun. Verum því dugleg, og þið líka karlmenn, að gefa húðinni raka. Þetta krem er ætlað til daglegrar notkunar og dregur úr fínum línum húðarinnar.

 

 

Pure Cloud Cream rakabomba

Þetta krem er mjög nærandi og rakagefandi fyrir húðina. Það er mjög létt áferð á því og dásamlegur vottur af sítruslykt. Kremið er mjög gott við þurrkublettum og fínum línum en þetta er kannski meira ætlað fyrir þroskaða húð.

Ég hins vegar segi að það eigi að reyna að koma í veg fyrir öldrun húðarinnar áður en skaðinn er skeður og mæli ég því með þessu kremi fyrir allar konur á barneignaraldri og eldri 😉

Þetta krem er einnig mjög gott að nota á veturna en það verndar húðina fyrir vindi og veðrum.

 

 Icelandic Relief Eye Pen

Þessi augnpenni er algjör snilld, en hægt er að hafa hann með sér hvert sem er í veskinu. Hann inniheldur kælandi augnkrem sem minnkar bólgur og þrota undir augum og gefur frísklegra útlit.

Getur hjálpað mikið til eftir svefnlausar nætur en ég t.d. læt alltaf mest á sjá um augun ef ég er illa sofin og þreytt.

Kremið er borið á undir augun hvenær sem er dagsins og eftir þörfum.

 

 

 

Blemish Dots Límmiða Bólubani

Þessir eru ferlega sniðugir og algjörlega nauðsynlegir fyrir mig þessa dagana. Viku fyrir blæðingar er tíminn sem ég steypist oftast út í bólum og er það óþolandi og leiðilegt tímabil.

Einn límmiði er límdur á bólu og best er að sofa með hann yfir nótt.

Ég prófaði þetta í fyrsta skiptið þegar ég var mjög mjög slæm af bólum þannig að mig verkjaði í andlitið vegna þrýstings.

Það sem ég tók strax eftir við fyrstu notkun var að bólgurnar í bólunum hjöðnuðu til muna og létti það mjög mikið á verkjunum sem fylgdu með, svo ég mæli klárlega með þessari vöru.

 

Þetta eru helstu vörurnar sem ég er að nota frá þeim núna og henta minni húðgerð. Svo má finna allskyns úrval af vörum fyrir annarskonar húðgerðir, en ég mæli með þessum sem ég nota fyrir konur sem eru að fá fínar línur, þrota, bólur og sem eru að eldast aðeins of hratt fyrir sinn aldur 🙂

Ég get klárlega mælt með þessum vörum fyrir allar konur á barneignaraldri og þær sem eru orðnar aðeins eldri og vilja fara að hugsa vel um sig. Ég get með sannri einlægni sagt að það sem var mér algjör kvöð og pína áður er núna orðið tilhlökkunarefni fyrir mig en það er að nostra við húðina kvölds og morgna.

  Í versluninni Nola er boðið upp á mjög góða þjónustu og er dekrað við mann og gefið sér tíma í að aðstoða mann við að finna þær vörur sem henta manni best, en þær eru algjörir snillingar sem vinna þar.

Vörurnar frá Nola eru afhentar í fallegum pokum. Skyn Iceland vörurnar eru einnig sniðug gjöf handa vinkonu, mömmu eða ömmu. 

Að lokum set ég hér inn mynd þar sem sést vel hvað stendur utan á kössunum en þeir algjörlega tala til manns og finnst mér mjög gaman að lesa utan á þá 🙂

Takk fyrir lesturinn

knús

María 

No Comments Write a comment

Please add an author description.

No Comments

Leave a Reply

Pin It on Pinterest