Dökku hliðar heimilisins

höf: maria

Það er kannski alveg smá klikkað að vera nýbúin að taka heilt hús í gegn og mála mestallt í hvítu og ákveða svo allt í einu að mála svart. Ástæðan fyrir því að ég ákvað í byrjun að mála mest í hvítu og ljósgráu var að þegar við keyptum húsið var allt svo svakalega dökkt og dimmt hérna inni. Innréttingar, hurðir og gólfefni voru allt úr mjög dökkum við. Markmiðið hjá mér var því að reyna að birta upp húsið eins mikið og ég gæti. Fyrir utan markmiðið þá hef ég alltaf líka verið mjög hvít, sérstaklega þegar kemur að húsgagnavali.

Stofurýmið allt í hvítu eins og það var áður

Það er óhætt að segja að okkur hafi vel tekist til með að gera rýmin hérna í húsinu sem björtust, og var ég mjög sátt. Ég var með einn svartan vegg í eldhúsi og annan inn í svefnherbergi og mér fannst það brjóta upp og ramma inn rýmin. Ég var búin að hugsa þetta fram og tilbaka hvort ég ætti að þora að mála stóra vegginn inn í stofunni svartan, þar til ég komst að þeirri niðurstöðu að ég gæti ekki ákveðið þetta endanlega fyrr en ég væri búin að prófa. Því varð úr að við ákváðum að láta vaða áður en ég myndi enn einu sinni guggna. Hentum við því upp svartri málningu eitt kvöldið í skyndi.

Ég fékk alveg smá áfall þegar þetta var búið og morguninn eftir sérstaklega. Það er svo skrítið að mér finnst þetta rosalega fallegt og notalegt á kvöldin, í lampaljósi og kertum. Á daginn hins vegar á ég það til að fá mikla eftirsjá eftir hvíta litnum og er ekki alveg að fíla þetta. Svo nú er ég í þeim pælingum að mála stofuna aftur hvíta.

Það kom mér mjög á óvart hvað svört málning er dýr en hún er mun dýrari en önnur málning. Ég fór á milli verslana til að reyna að finna ódýrustu málninguna þar sem þetta var tilraunastarfsemi. Ég endaði í Bauhaus. Þar keypti ég 10 lítra fötu af svartri Satolin málningu með 5 % gljáa. Mér finnst mjög mikilvægt að það sé sem minnstur glans í svörtum lit, en venjulega kaupi ég oftast alltaf aðra liti af málningu með 10 % gljáa.

Það er svo undarlegt að í eldhúsinu er eins og rýmið hafi stækkað en í stofunni minnkað. Einnig finnst mér eins og það sem áður var eitt flæðandi stórt rými, þ.e. sólstofa, stofa og sjónvarpshol, verði meira tvískipt. Það er því alveg óhætt að segja að það að mála í svörtu eigi sér bæði kosti og galla.

Kostir og gallar við að mála svart að mínu mati:

  • Rammar inn og skapar hlýlegt umhverfi
  • Getur skipt upp rýmum
  • Fallegt í kontrast við hvítt. T.d. við hvíta gluggakarma og hvítar hurðir
  • Er síður skítsælt
  • Mjög notaleg birta á kvöldin með lömpum og kertaljósum
  • Minnkar rýmið eða stækkar
  • Er elegant
  • Dregur úr birtu
  • Viðkvæmara fyrir höggum ef flaggnar upp úr málningu
  • Mjög dýr málning
  • Mér finnst ég taka meira eftir drasli og ryki með svarta veggi

Hér er svo útkoman

Veggurinn sem er milli sólstofu og stofu var málaður. Í stað þess að sólstofa og stofa væru eins og eitt flæðandi rými fannst mér það skiptast upp með svarta litnum. 

Séð úr sólstofunni inn í borðstofu.

Ég reyni að brjóta upp svarta og hvíta litinn með plöntum. Einnig nota ég liti í púðum og teppum til að fá smá lit inn á heimilið.

Skápaveggurinn hefur alltaf verið svartur en ég ákvað að mála líka gluggavegginn. Mér finnst það mjög flott sérstaklega þar sem að gluggarnir poppa meira út.

Niðurstaðan

Eins og þið hafið tekið eftir þá er þetta búið að vera smá hausverkur hvort ég ætli að hafa stofuna svarta eða hvíta. Ég held að ég sé komin á þá skoðun að ég ætli að mála stofuvegginn hvítan og leyfa eldhúsinu að vera áfram í svörtu. Hvað finnst ykkur ?

Endilega leyfið mér að heyra hvað ykkur finnst en hér getið þið séð myndir af öllu eins og það var áður í hvítu. Þið fáið svo að vita hvort þetta verði hvítt eða svart 😉

Langar að lokum að minna á instagrammið mitt @paz.is endilega followið 🙂

Góða helgi

María

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

6 Athugasemdir

guðbjorg ben November 25, 2017 - 10:33 pm

hafa vegginn svartan i stofunni

Svara
maria November 25, 2017 - 11:37 pm

Í alvöru mamma ert þú farin að kommenta á netinu, flott hjá þér 🙂 haha

Svara
Hildur January 1, 2018 - 4:47 pm

Hæhæ hvernig hnífasett er þetta sem þú ert með í eldhúsinu? Þessir svörtu 🙂 Annars finnst mér veggurinn koma mjög vel út og myndi halda þessu svona

Svara
maria January 4, 2018 - 10:45 am

Hæ Hæ

Mig minnir að ég hafi keypt þetta hnífasett í Húsasmiðjunni og var frekar ódýrt og ekkert neitt rosa gæðahnífar, en þeir eru svo flottir að ég stóðst þá ekki 😉 En takk fyrir álitsgjöfina…er komin á að halda veggjunum svörtum 🙂 Alla vega í bili

Svara
Gulla February 24, 2018 - 8:50 pm

Sæl María. Svarti veggblómapotturinn þinn er geggjaður. Hvar fékkstu hann?

Svara
maria March 4, 2018 - 5:57 pm

hæ hæ

ég keypti hann í Motivo á Selfossi, hringdi bara þangað og fékk hann sendan í bæinn 🙂

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here