Dásamlega fallegar og vandaðar handprjónaðar vörur frá Nóna

Yngri kynslóðin

Eins og ég hef áður komið inn á þá fjalla ég ekki um vörur eða fyrirtæki nema hafa fyrst prófað og sannreynt vörur þeirra. Ég held að það sé alveg óhætt að segja að nú sé komin góð reynsla á vörurnar frá Nóna. Krakkarnir eru núna búnir að eiga, trefla, hárbönd, húfur og peysu frá þessu merki síðan í janúar.

Alba í dásamlega fallegu peysunni frá Nóna með eyrnaband í stíl

Ég get bara ekki orða bundist yfir gæði vörunnar, frágangi og fegurð. Þær eru allar handprjónaðar af Sif Vilhjálmsdóttur, sem er eigandi og stofnandi Nóna. Sif fannst vanta meira úrval af fallegum prjónavörum hér á landi þegar hún átti dóttur sína og ákvað að prófa sig áfram í prjónaskapnum. Úr varð svo merkið Nóna, en nafnið er dregið af móðurömmu Sifar sem hét Nóna. Vefverslunin var svo stofnuð árið 2016 og hafa vörurnar hjá henni vægast sagt slegið í gegn.

Bræðurnir með trefla og hárbönd. 

Línan frá Nóna samanstendur af mjúkum fallega lituðum flíkum, sem henta einstaklega vel fyrir íslenskt verðurfar. Sif gerir hverja einustu flík sjálf eftir pöntun og eru allar vörurnar gerðar úr hágæðamerinóull.  Ég held að ullin sem Sif notar í vörur  sínar sé ein sú besta sem ég hef séð. Hún stingur ekki og er teygjanleg og svakalega mjúk.

Það sem skiptir mestu máli er að krakkarnir elska þessar vörur.  Þau hafa ekki notað neitt annað síðan þau fengu þær í janúar sl.og tala af fyrra bragði um hvað þau elski húfurnar sínar og treflana.

Alba með fallegt eyrnaband og trefil í stíl í þessum fallega bleika lit. 

Mér finnst vörurnar henta jafnt spari og hversdags, en hvíta peysan sem Alba á frá Nóna er svo falleg og vönduð að ég trúði því varla að hún væri handprjónuð. Þvílíkt handbragð hjá Sif og vandvirknin eftir því. Peysuna hefur Alba notað bæði hversdags og spari, en hún er afskaplega falleg og kemur í ýmsum litum. Ég kaus hvítt á Ölbu þar sem það gengur við flest.

Húfurnar eru með fallegum stórum dúskum sem nú er einnig hægt að fá í fleiri en einum lit. 

Systkynin vekja víða athygli með húfurnar sínar, og er ég ósjaldan spurð að því hvar þessar vörur fáist. 

Húfurnar koma með fallegum og stórum dúskum sem ég hélt að væru ekta því þeir eru svo raunverulegir í útliti. Síðan sá ég á síðunni þeirra að notaðir eru gerfidúskar sem mér finnst frábært. Einnig langar mig að benda á að varan heldur sér mjög vel og verður ekki sjúskuð.

Húfa með gráum dúsk 

Einnig fáanleg með brúnum dúsk

Ég mæli eindregið með því að þið kíkjið inn á nonaiceland.is og skoðið vöruúrvalið en vörurnar henta einnig vel fyrir sumarið og vorið. Ég ætla mér t.d að nota eyrnaböndin og peysuna sem útiflíkur í sumar og leggja úlpum og húfum.

Húfurnar er hægt að fá ýmist með einum eða tveimur dúskum 

Hvítt hentar fyrir bæði kynin 

Fallegt og fjölbreytt vöruúrval má finna á Nóna og eru  litirnir í ár einstaklega fallegir. Mýkt, vandvirkni og gæðavara er það sem einkennir vörurnar frá Nóna fyrir utan að vera einstaklega fallegar.

 

 

Þangað til næst

knús

María 

No Comments Write a comment

Please add an author description.

No Comments

Leave a Reply

Pin It on Pinterest