Báran gullfalleg Íslensk hönnun

Lífstíll & heilsa
-Samstarf-

Ég persónulega er ekki mikið fyrir að ganga með marga eða stóra skartgripi. Smágerðir og fallegir látlausir skartgripir eru skartgripir sem ég myndi velja mér. Þess vegna finnst mér skartgripalínan Báran frá Jóni og Óskari geggjuð.

Línan er framleidd og hönnuð hér á landi og er nafn og útlit hennar dregið af bárujárni, en hringirnir flestir eru bylgjóttir eins og bárujárn. Hringirnir eru fjölbreyttir að snið og lögun og er úr nægu úrvali að velja.

Hér er búið að setja hringina á keðju en þá er einnig hægt að nota sem hálsmen.

Verðið er ekki ekki af verri endanum en hægt er að fá skartgripi allt frá mjög sanngjörnu verði upp í dýrari hluti sem þá eru orðnir ekta gull í gegn í stað gull eða silfurhúðar. Gripirnir sem ég ætla að sýna  ykkur eru allir á mjög sanngjörnu verði en hringirnir kosta um 3200 kr og einnig er hægt að fá silfurhring með ekta demanti á einungis 6900 kr.

Silfurhringur með ekta demant á einungis 6900 kr 

Einnig hægt að fá hann í svörtu silfri með ekta demant.

Það sem mér finnst svo æðislegt við línuna er að mér finnst hún henta öllum konum, ungum og eldri og einnig þeim sem kjósa látlaust skart og svo þær sem vilja hlaða meira á sig.

Línan er þannig gerð að hver hlutur er mjög fíngerður og fæst í gull, silfur, rósagull og svörtu silfri. Hægt er að hafa einn látlausan hring á fingri eða stafla nokkrum saman fyrir þær sem vilja meira. Það sem gerir línuna líka enn skemmtilegri er að  hægt er að nota hringina á hálsfestar og gera ferlega töff hálsmen úr þeim líka.

Mér finnst þessi lína stórkóstleg, falleg og skemmtileg en hér læt ég fylgja með myndir þar sem þið getið séð hvernig hægt er að leika sér með skartgripina og raða þeim eins og hugurinn girnist.

Hægt að nota jafnt sem hringi og hálsmen eða bæði. Hringjunum er hægt að blanda saman t.d. gull, silfur og rósagull og hægt er að fá þá bæði slétta og með bylgjum.

Þegar fara á eitthvað fínt

Einn á hvern fingur jafnvel ??

Hringina er hægt að fá alla vega og flott er að hlaða þeim upp á fingurinn fyrir þær sem vilja mikið

Eða hafa bara einn fyrir þær sem vilja lítið

Hægt er að setja mismunandi langar keðjur um hálsinn og fá þannig lagskipt hálsmen eins og svo mikið er inn í dag.

Töff á ströndina í sumar t.d. eða bara við sumardressið þegar sólin fer að skýna.

Fallegt hálsmen úr sömu línu

Ég er alveg bálskotin í þessum skartgripum og finnst þeir ferlega töff og fallegir í senn og henta fyrir allar konur.

Mig langar til að gleðja einn heppinn fylgjenda minn á instagram og í samstarfi við Jón og Óskar ætla ég að vera með gjafaleik á instagraminu mínu @paz.is þar sem við gefum fallegt hálsmen og demantshring. Endilega kíkið á instagram og takið þátt

Þangað til næst

María

 

 

No Comments Write a comment

Please add an author description.

No Comments

Leave a Reply

Pin It on Pinterest