Að velja réttu giftingarhringana

Lífstíll & heilsa

Trúlofun og gifting eru einir af stærstu áföngunum í lífi okkar. Hringur sem táknar að þú ert heitbundin einhverjum er mjög tilfinningahlaðin skartgripur og ólíkur öllum öðrum skartgripum sem maður eignast í lífinu. Því er gott að huga vel að því hvers konar hringa ykkur langar í og gefa sér tíma í að velja.

 Í dag virðist vera komin upp sú hefð hér á Íslandi, líkt og í Ameríku, að kaupa fyrst trúlofunarhring.  Oft er þá um demantshring að ræða, svo við brúðkaup eru keyptir þessir hefðbundnu baugar sem þekkjast sem giftingarhringir og svo jafnvel sá þriðji í morgungjöf.

Við hjónin kusum að fara þá leiðina að láta sérsmíða fyrir okkur óskahringana sem höfðu það hlutverk að vera bæði trúlofunar og giftingarhringir. Við trúlofuðum okkur fyrir fimm árum síðan og giftum okkur fyrir þremur árum.

Fyrir mig sérstaklega var það mjög mikilvægt að finna rétta hringinn, enda langaði mig að fá hring sem myndi endast mér út ævina og hjónabandið.

Við þræddum fjölda verslana að skoða hringa, og ekkert sem við sáum leist okkur nógu vel á.

Í einni verslun sáum við kannski hring sem okkur fannst fallegur í laginu en þá vantaði í hann steina og í annari búð sáum við kannski fallega steinaísetningu en hringurinn var ekki að okkar smekk.

Þar sem þetta er mikilvægasti hringurinn sem maður ber um ævina, vildi ég hafa hann alveg sérstakan. Hring sem enginn annar á eins. Því fórum við þessa leið að láta sérsmíða fyrir okkur.

Við létum gera það hjá Jóni og Óskari. Ástæðan var einfaldlega sú að gullsmiðurinn sem tók á móti okkur gaf sig allan í að hlusta á óskir okkar og hvað við vorum að leitast eftir fyrir óskahringana.

Óhætt er að segja að þjónustan hafi verið framúrskarandi en gullsmiðurinn sat með okkur heillengi og tók virkan þátt í ferlinu. Hann leiðbeindi okkur algjörlega um steinaval og ísetningar og bara allt sem þarf að vita þegar valinn er hringur.

Þessi þjónusta fannst mér alveg ómetanleg og mér fannst líka bara eitthvað svo sérstakt, að í stað þess að kaupa staðlaða hringa að þá gátum við alveg valið sjálf hvaða útlit hringarnir okkar myndu fá.

Á endanum fór það svo að smíðaðir voru hringar sem voru eins og við sáum í einni verslun hvað varðar þykkt og lag en með steinaísetningu eins og hringur sem er seldur hjá Jóni og Óskari.

Við völdum að hafa hringana kúpta og fyllta inn í. Ég ákvað að hafa 14 smáa demanta í mínum hring og Ragnars hringur er svo alveg eins í laginu nema alveg plein, án steina. Við erum rosalega sátt við útkomuna og ég alveg elska hringinn minn sem passar við alla skartgripi.

Þar sem það er ekki ódýrt að kaupa sér brúðarhringa þá ákváðum við að láta gamalt gull sem við áttum upp í, en það er hægt að fara með gamla gullhringi og annað skart og láta meta það upp í skartgripakaup hjá Jóni og Óskari. Mér finnst þetta þrælsniðugt og munaði mikið um þetta í krónum talið.

Eins og ég sagði var þjónustan 100 % og útkoman á hringjunum alveg eins og við höfðum óskað okkur. Það tók ekki nema örfáa daga að smíða hringana og voru þeir afhentir í ofboðslega fallegri öskju með veglegum kassa inn í undir hringana.

Ég fór um daginn að gamni mínu niður í Jón og Óskar á Laugavegi því mig langaði til að skoða hringi við minn hring. Þar var mjög gott úrval af guðdómlega fallegum, trúlofunar, giftingar og morgungjöfshringjum. Ég sá t.d. tvo hringi sem mér leist rosalega vel á við hringinn minn.

Ég læt hér fylgja með nokkrar myndir af fallegum hringjum sem ég skoðaði.

Þessir tveir eru geggjaðir við hringinn minn og ramma hann inn á dásamlegan hátt. 

Þessi hringur er það sem kalla mætti trúlofunarhring. 

Þessi með kampavínsdemantinum er sjúklega flottur.

Þessi er klárlega fallegur brúðarhringur en hann er settur demöntum allan hringinn en það var eingöngu smíðaður þessi eini.

Þessir hringir eru tilvaldir í morgungjöf og passa fallega við brúðarhringa

Þessir gætu hentað vel sem trúlofunarhringar.

Eins og þið sjáið er úr nógu að velja hjá Jóni og óskari og mæli ég með að þið kíkjið til þeirra ef þið eruð í leit af hringjum fyrir brúðkaup, trúlofun eða morgungjöf, nú eða bara almennt af fallegu skarti.

En þar sem þið eruð svo dyggir lesendur langar mig í samstarfi við Jón og Óskar að gefa ykkur 10 % afslátt af trúlofunarhringjapörum með aflsáttarkóðanum Paz. Kóðinn er virkur í eina viku eða frá 20 júní til 27 júní. Það er um að gera að nýta sér hann því það getur vel munað um þennan aflsátt þegar fjárfest er í slíkum verðmætum. Hér getið þið skoðað úrvalið af trúlofunar og giftingarhringjum hjá Jóni og Óskari.

Fyrir ykkur sem eruð að fara að gifta ykkur eða trúlofast óska ég ykkur alls hins besta

knús

María 

 

 

No Comments Write a comment

Please add an author description.

No Comments

Leave a Reply

Pin It on Pinterest